Já, sumarið er komið með yndislegu júní sumarveðri. Ekta íslenskt sumarveður með rigningu og roki og maður hangir inni. Ég hef hinsvegar ákveðið að taka pollýönnu á þetta og gert mér grein fyrir því að það gæti verið margt verra en að vökna, og já þetta er nú heldur betur gott fyrir gróðurinn og svo á ég þessa fínu regnkápu sem ég get núna farið að nota á hverjum degi. Sumarið er skemmtilegt.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli