Það var grillpartý í vinnunni í hádeginu í gær. Hin nýja stjórn starfsmannafélagsins sá um að grilla ofan í mannskapinn uppá hamborgara (nauta og grænmetis), bratwurstpylsur og gómsætar grillaðar papríkur og kúrbít. Þetta lukkaðist heldur betur vel og allir ánægðir með framtakið . Enda var brakandi bongóblíða og mér tókst meira að segja að fá lit (þ.e. verða rauð) og það er nú fréttnæmt enda er ég með hvítari manneskjum, jafnvel hér á Íslandi.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli