Fór á snyritivörukynningu í gær og eyddi auðvitað meira en ég ætlaði mér, þar sem upphaflega ætlaði ég auðvitað ekki að kaupa neitt. Tóks hins vegar að hemja mig í þetta skiptið og keypti nú bara það allra nauðsynlegasta eða svona hér um bil. Alltaf gaman að fara á kynningu og hitta skemmtilegar konur. Vorum að ákveða að fara út á land í næstu kynningu, sem stefnt er á að verði 1. september næstkomandi. Eins gott að setja það inn á dagatalið.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli