Loksins kominn heim, fékk mér smá frí frá tölvunni eftir að ég kom heim nema til að skoða myndir en núna er ég sest fyrir framann skjáinn. Þ.e. sit auðvitað fyrir framan skjáinn í vinnunni allan daginn en hef ekki nennt að setjast fyrir framan tölvuna þegar heim er komið enda er alltaf svo gott veður, búum við örugglega á ÍSlandi? Tja, ekki kvarta ég.
Það var ágætt í Gautaborg, skemmtilegast að versla, erfiðast að vera á ráðstefnu frá kl. 8.30-17.00 og svo í kvöldverð fyrir ráðstefnugesti á (á eyju sem ekki var hægt að komast í burtu frá) frá 18.30-23.30 fyrri ráðstefnudaginn, en þó fróðlegt og ég lærði alveg fullt. Ég var því frekar þreytt seinni ráðstefnudaginn en hressist heilmikið daginn eftir þegar ég fór að versla.
Smásaga af einkasyninum:
Einkasonurinn: "Pabbi þú sterkur." Faðir hans verður upp með sér enda um að gera að njóta þess þegar afkvæmin halda ennþá að foreldrarnir sé nánast fullkomnir geti allt. Stuttu seinna segir einkasonurinn: "Pabbi þú halda á mér." Faðirinn getur ekki skorast undan því að halda á barninu fyrst hann er svona strekur. Ó, já hann kann á foreldra sína.
Það var ágætt í Gautaborg, skemmtilegast að versla, erfiðast að vera á ráðstefnu frá kl. 8.30-17.00 og svo í kvöldverð fyrir ráðstefnugesti á (á eyju sem ekki var hægt að komast í burtu frá) frá 18.30-23.30 fyrri ráðstefnudaginn, en þó fróðlegt og ég lærði alveg fullt. Ég var því frekar þreytt seinni ráðstefnudaginn en hressist heilmikið daginn eftir þegar ég fór að versla.
Smásaga af einkasyninum:
Einkasonurinn: "Pabbi þú sterkur." Faðir hans verður upp með sér enda um að gera að njóta þess þegar afkvæmin halda ennþá að foreldrarnir sé nánast fullkomnir geti allt. Stuttu seinna segir einkasonurinn: "Pabbi þú halda á mér." Faðirinn getur ekki skorast undan því að halda á barninu fyrst hann er svona strekur. Ó, já hann kann á foreldra sína.
Ummæli