Eiginmaðurinn byrjaði að hlaupa í apríl ásamt systur sinni og er núna kominn með hlaupabakteríuna. Þau fara þrisvar sinnum út að hlaupa í viku og hafa varla misst úr tíma. Ég er auðvitað rosalega stollt af eiginmanninum, nú er víst stefnan tekinn á hálfmaraþon í Reykjarvíkurmaraþoninu í ágúst. Ég verð sko í klappliðinu. Það er ekki frá því að maður smitist aðeins og ætli það endi ekki bara með að ég fari sjálf út að hlaupa. Stefnan hjá mér er hinsvegar skemmtiskokk, en einhvers staðar verður maður að byrja.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
En nú á ég ekki gott með að hlaupa svo ég labba bara hratt.
Svo er líka svo gaman að hafa einhvern til að keppa við.
Allt gott að frétta úr hveró mætti fara að stitta upp svo ég komist út með þessa krakka út áður en ég verð geðveik.
Annars er ég að fá fullt af gestum sem verða yfir helgina vinkona mín og strákarnir hennar 3. Nóg að gera hjá mér.
Kveðja til þín og duglega mannsins þíns. Magga í Hveró