Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2007

Sest við skjáinn

Loksins kominn heim, fékk mér smá frí frá tölvunni eftir að ég kom heim nema til að skoða myndir en núna er ég sest fyrir framann skjáinn. Þ.e. sit auðvitað fyrir framan skjáinn í vinnunni allan daginn en hef ekki nennt að setjast fyrir framan tölvuna þegar heim er komið enda er alltaf svo gott veður, búum við örugglega á ÍSlandi? Tja, ekki kvarta ég. Það var ágætt í Gautaborg, skemmtilegast að versla, erfiðast að vera á ráðstefnu frá kl. 8.30-17.00 og svo í kvöldverð fyrir ráðstefnugesti á (á eyju sem ekki var hægt að komast í burtu frá) frá 18.30-23.30 fyrri ráðstefnudaginn, en þó fróðlegt og ég lærði alveg fullt. Ég var því frekar þreytt seinni ráðstefnudaginn en hressist heilmikið daginn eftir þegar ég fór að versla. Smásaga af einkasyninum: Einkasonurinn: "Pabbi þú sterkur." Faðir hans verður upp með sér enda um að gera að njóta þess þegar afkvæmin halda ennþá að foreldrarnir sé nánast fullkomnir geti allt. Stuttu seinna segir einkasonurinn: "Pabbi þú halda á mér....

Home, sweet home

Gautaborg - been there, done that.

Gautaborg, Göteborg, Gothenburg

Er á leiðinni til Gautaborgar í Svíþjóð snemma í fyrramálið á ráðstefnu og verð fram á fimmtudaginn. Geri því ekki ráð fyrir að það það heyrist mikið frá mér á meðan. Fyrir þjófa og annað hyski sem les þessa síðu er best að benda á að eiginmaðurinn og einkasonurinn verða heima og passa höllina.

Hið óvænta

Síðustu helgi vorum við búinn að fá pössun fyrir einkasoninn og planið var að fara að fá sér eitthvað snarl og svo í bíó. Við fengum þó hugdettu á síðustu stundu að fara eitthvað betra út að borða. Því var hringt í veitingarhúsið og spurt hvort til væri borð fyrir tvo eftir rúmlega klukkutíma. Ég og eiginmaður minn fórum því í rómantískan bíltúr austur fyrir fjall og fengum okkur humarveislu á veitingarstaðnum við fjöruborðið . Þetta var virkilega skemmtilegt og góður matur þ.e. humar. Get hiklaust mælt með bíltúr þangað og ekki er verra að fara óvænt af stað.

Eyrnabólga enn og aftur

Eyrnabólgan er kominn aftur í heimsókn eftir um fjögurra mánaða fjarveru. Þrír og hálfur mánuður síðan einkasonurinn fékk rör í eyrun en loksins tókst eyrnabólgunni að vinna bug á því. Fórum til læknis í dag og fengum staðfestingu á eyrnabólgunni og fullan poka af lyfjum. Ég var því heima með einkasoninn og skemmtum við okkur saman við bílaleik, legokubba og litabækur.

Grillpartý

Það var grillpartý í vinnunni í hádeginu í gær. Hin nýja stjórn starfsmannafélagsins sá um að grilla ofan í mannskapinn uppá hamborgara (nauta og grænmetis), bratwurstpylsur og gómsætar grillaðar papríkur og kúrbít. Þetta lukkaðist heldur betur vel og allir ánægðir með framtakið . Enda var brakandi bongóblíða og mér tókst meira að segja að fá lit (þ.e. verða rauð) og það er nú fréttnæmt enda er ég með hvítari manneskjum, jafnvel hér á Íslandi.

Hvert er landið?

Area: 450,000 km ² ( 174,000 sq. mi.) Forests: 53% Mountains: 11% Cultivated land: 8% Lakes and rivers: 9% Longest north-south distance: 1,574 km (978 mi.) Longest east-west distance: 499 km (310 mi.) Population: 9 million inhabitants Form of government: Constitutional monarchy, parliamentary democracy. Average life expectancy: men 78 years, women 82 years. Most important export goods: Electrical and telecom equipment, machinery, passenger cars, paper, pharmaceuticals, iron and steel. Most important imported goods: Electrical and telecom equipment, machinery, foodstuffs, crude oil, textile products, footwear, passenger cars.

Ný íbúð

Mér finnst alltaf svo spennandi þegar skipt er um íbúð. Fór í kvöld og kíkti á nánast fullbúna íbúð sem vinkona mín var að kaupa sér. Glæsileg íbúð og allt glænýtt og flott. Manni fer bara að langa að skipta, nema að pakka og flytja allt og ganga svo frá öllu úr kössunum... Best að byrja á því að safna.

Mont mont

Við vorum að horfa á gamlar myndbandsupptökur af einkasyninum. Þannig að ég varð að setja inn mynd af honum sem var tekin fyrir tveimur árum, í júní 2005 þegar við vorum nýflutt hingað. Ótrúlegt að það séu "bara" tvö ár síðan og hann gat ekki einu sinni labbað.

Sunnudagsgöngutúr

Þegar veðrið er eins gott og það var í dag er gaman að búa á Íslandi og enginn afsökun að vera inni. Við skelltum okkur í göngutúr og fjöruferð við Vatnsleysuströnd í góða veðrinu í dag. Fyrst fórum við í smá bíltúr og kíktum á Vogar og Vatnsleysuströnd á meðan einkasonurinn fékk sér fegrunarblund. Kíktum að sjálfsögðu á golfklúbbinn á svæðinu og svo á sjálft þorpið. Síðan var lagt í tveggja stunda göngutúr í hrauni að eyðubýlinu Flekkuvík og stoppað við fjöruna sem tilheyrði eyðibýlinu til að fá sér nesti og skoða skeljar.

Alltaf í sundi

Einkasonurinn er nú í sundnámskeiði tvisvar sinnum í viku og það er heldur betur að borga sig. Hann er ekki nærri eins hræddur í sundi og meira segja farinn að samþykkja það að fara nokkrum sinnum í kaf. Ekki er verra að við höfum einnig farið með hann aukalega í almenningssund og svo hefur hann fengið smá verðlaun þegar hann hefur verið duglegur í sundi síðustu þrjú skipti. Hann sleppir okkur reyndar ekki ennþá, heldur fast í okkur en er orðinn miklu öruggari og í gær lá hann á bakinu og slakaði alveg á þannig að við héldum bara við höfuðið/háls/axlir og honum leið svo vel að hann byrjaði að syngja uppáhaldslagið sem fer að verða einkennislag hans, já mikka ref. Gaman þegar maður sér að eitthvað ber árangur.

Snyrtivörukynning

Fór á snyritivörukynningu í gær og eyddi auðvitað meira en ég ætlaði mér, þar sem upphaflega ætlaði ég auðvitað ekki að kaupa neitt. Tóks hins vegar að hemja mig í þetta skiptið og keypti nú bara það allra nauðsynlegasta eða svona hér um bil. Alltaf gaman að fara á kynningu og hitta skemmtilegar konur. Vorum að ákveða að fara út á land í næstu kynningu, sem stefnt er á að verði 1. september næstkomandi. Eins gott að setja það inn á dagatalið.

Göngutúr í rokinu

Fór út í smá göngutúr í gær og var nú bara heppinn að komast til baka þar sem ég hafði vindinn á móti mér og göngutúrinn endaði bara í svaðilför, mér fannst ég algjör hetja að komast tilbaka. Þegar ég var kominn inn þá skildi ég ekki hvað mér var illt í eyrunum, þá sjálfum eyrunum (ekki inni í eyrunum heldur utan á þeim) komst svo að þeirri niðurstöðu að rokið hefði blakað eyrunum svo mikið að ég væri kominn með harðsperrur í eyrun. Það er a.m.k. mín kenning. Mér líður ágætlega í eyrunum í dag.

Hlaupandi eiginmaður

Eiginmaðurinn byrjaði að hlaupa í apríl ásamt systur sinni og er núna kominn með hlaupabakteríuna. Þau fara þrisvar sinnum út að hlaupa í viku og hafa varla misst úr tíma. Ég er auðvitað rosalega stollt af eiginmanninum, nú er víst stefnan tekinn á hálfmaraþon í Reykjarvíkurmaraþoninu í ágúst. Ég verð sko í klappliðinu. Það er ekki frá því að maður smitist aðeins og ætli það endi ekki bara með að ég fari sjálf út að hlaupa. Stefnan hjá mér er hinsvegar skemmtiskokk, en einhvers staðar verður maður að byrja.

Sumarið er komið

Já, sumarið er komið með yndislegu júní sumarveðri. Ekta íslenskt sumarveður með rigningu og roki og maður hangir inni. Ég hef hinsvegar ákveðið að taka pollýönnu á þetta og gert mér grein fyrir því að það gæti verið margt verra en að vökna, og já þetta er nú heldur betur gott fyrir gróðurinn og svo á ég þessa fínu regnkápu sem ég get núna farið að nota á hverjum degi. Sumarið er skemmtilegt.

Grillað í hvert mál

Sumarið er komið og eins og aðrir Íslendingar höfum við tekið fram grillið með stæl, jafnvel þó að við höfum grillað af og til í vetur. Nú er nánast grillað á hverjum degi og ef einhvern vantar grilluppskriftir þá er bara að hafa samband við eigimanninn. Hann er búinn að grilla fylltar svínalundir, humar, svínasnitsel, smálúðu, kjúklingalæri og bringur, bleikju, hamborgara og pylsur svo fátt eitt sé nefnt. Einnig höfum við prófað að grilla grænmeti á marga vegu, uppáhaldið eru paprikur, sveppir og laukur.

Ekki lengur kappakstursbíll

Við létum gera við pústið á bílnum í dag í tilefni mánaðarmóta. Það er ekki laust við að ég sakni þess að keyra ekki lengur um á kappakstursbíl sem heyrist í langa leiðir. Það var bara svolítið gaman að gefa vel inn og þá fór ekki á milli mála hver var á ferðinni. Núna keyri ég bara um á venjulegum fólksbíl vísitölufjölskyldunnar.