
Móðursystir mín gaf Kristófer Óla dót sem sonur hennar er hættur að nota þar sem hann er að sigla inn á unglingsaldurinn. M.a. er Fisher Price krani sem stendur á plastkletti, því fyglja svo vörubíll, ýta og plaststeinn. Kristófer Óli sá það fyrst á miðvikudagsmorguninnn og ég hef sjaldan séð hann svona ánægðan. Hann hefur svo varla vikið frá því síðan. Dundar sér að leika með það í tíma og ótíma. Kristófer Óli er aldeilis heppinn að fá svona skemmtilegt dót, og jú foreldranir eru líka ánægðir með hvað hann dundar sér mikið með dótið.
Ummæli