Ég var í fríi í vinnunni í dag en samt stoppaði ég ekki allan daginn, nema kannski í hádeginu þegar ég hitti vinkonur mínar ásmat mökum og við fengum okkur jólahlaðborð á Grand Hótel. Það var virkilega skemmtilegt. Annars er ég búinn að vera í búðum í allan dag og bara kaupa eina jólagjöf. Nú jæja, þá eru bara fjórar eftir. Fór í fimm búiðir til að leita að jólagjöf handa einkasyninum en fann ekki það sem ég var að leita að.
Í morgun var svo helgileikur í leikskólanum og ég mætti auðvitað til að til að fylgjast með leiksigri einkasonarins. Hann var reyndar bara í aukahlutverki en var auðvitað stjarna dagins, að mínu mati.
Í morgun var svo helgileikur í leikskólanum og ég mætti auðvitað til að til að fylgjast með leiksigri einkasonarins. Hann var reyndar bara í aukahlutverki en var auðvitað stjarna dagins, að mínu mati.
Ummæli