Jólagleði eða litlu jólin voru í vinnunni í dag og hepnuðust bara vel þó ég segi sjálf frá. Ég er ein af þremur sem eru í starfsmannafélaginu og sáum við um skipulagningu dagsins. Dagurinn byrjaði með því að við buðum uppá kökur og heitt súkkulaði í 10 kaffinu til að mynda smá jólastemmingu. Síðan byrjaði jólaskemmtunin kl. 16.00 en við þruftum að gera allt tilbúið áður og safna saman pökkum í jólapakkaleikinn fyrir þann tíma. Við fengum aðkeyptan mat, hljóðfæraleikara og deildum út gjöfum í pakkaleiknum. Síðan fengum við jólapakka frá vinnunni. Skemmtunin tókst virkilega vel og allri skemmtu sér konunglega, vona ég að minnsta kosti. Ég fór úr vinnunni kl. 19 og nú er ég sko þreytt.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli