Búinn að skrifa öll jólakort og í kvöld fórum við smá jólaljósarúnt. Þ.e. skoðuðum jólaljósin og fórum með jólakort í hús í næsta nágrenni. Þ.e.a.s. í Kópavogi, Garðabæ og Breiðholtinu. Hin jólakortin fengu á sig frímerki fyrir nokkrum dögum og fóru í póst.
Jólaljósin voru flott og gott að vera búinn að losa sig við öll jólakortin. Ætli jólin séu ekki bara handan við hornið, ég væri allavega ekki hissa á því.
Jólaljósin voru flott og gott að vera búinn að losa sig við öll jólakortin. Ætli jólin séu ekki bara handan við hornið, ég væri allavega ekki hissa á því.
Ummæli