
Fékk þessa snilldarhugmynd kl. 19.30 í kvöld þegar við vorum í miðjum klíðum að borða kvöldmatinn að kíkja á flugeldasýninguna við Perluna kl. 20.00. Litla fjölskyldan dreif sig í útigallan og út. Við vorum komin kl. 20.01 í Sæbólshverfið í Kópavoginum á móti Fossvogskirkjugarði. Við löbbuðum niður að sjó og skemmtum okkur við að horfa á flugeldana. Einkasonurinn var ekkert hræddur við flugeldana en öskraði bara váááááá með reglulegu millibili, sama og við hugsuðum með reglulegu millibili. Gaman, gaman.
Ummæli