Þetta verður líklega síðasta blöggið á árinu enda fer hver að verða síðastur. Spilakvöld hjá tengdafjölskyldunni í gær en ég vann ekki neitt. Mér var svo sem sama þar sem mér finnst bara svo gaman að spila, skiptir ekki alltaf máli hvort maður vinnur þó það sé auðvitað líka skemmtilegt. Minnir mig á spilakvöldin á Sunnubrautinni forðum daga, við gátum spilað og spilað og spilað allt kvöldið, kvöld eftir kvöld. Það var skemmtilegt. Sú kjaftasaga komst þó á kreik að tvíeykið í vist LBK & SYO hefði svindlað eitthvað, en svo að allir séu með það á hreinu. NEI - við svindluðum ekki.
Sögur úr úthverfinu