Við skildum við gamla bílinn okkar að lokum í dag. Nonni frændi sem keypti hann af okkur og seldi okkur nýja bílinn kom og dró hann uppá verkstæðið sitt. Siggi sat í bílnum á meðan hann var dreginn héðan úr Vesturbænum og upp í Kópavog. Ég keyrði á eftir í nýja bílnum. Það var nú frekar erfitt að skilja við bílinn ég klappaði honum aðeins áður en að við fórum heim aftur. Vonandi getur Nonni frændi lagað hann og einhver annar notað hann. Hann er allavega búinn að duga okkur vel, keyptum hann á sínum tíma á 85.000 kr. og áttum hann í tvö ár næstum því uppá dag. Eins gott að nýji bíllinn dugi eins vel. Og hér með látum við þessari framhaldssögu um bílamál lokið í bili, nema ef eitthvað nýtt og spennandi gerist... ...maður veit aldrei.
Sögur úr úthverfinu