Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2004

Skilnaður

Við skildum við gamla bílinn okkar að lokum í dag. Nonni frændi sem keypti hann af okkur og seldi okkur nýja bílinn kom og dró hann uppá verkstæðið sitt. Siggi sat í bílnum á meðan hann var dreginn héðan úr Vesturbænum og upp í Kópavog. Ég keyrði á eftir í nýja bílnum. Það var nú frekar erfitt að skilja við bílinn ég klappaði honum aðeins áður en að við fórum heim aftur. Vonandi getur Nonni frændi lagað hann og einhver annar notað hann. Hann er allavega búinn að duga okkur vel, keyptum hann á sínum tíma á 85.000 kr. og áttum hann í tvö ár næstum því uppá dag. Eins gott að nýji bíllinn dugi eins vel. Og hér með látum við þessari framhaldssögu um bílamál lokið í bili, nema ef eitthvað nýtt og spennandi gerist... ...maður veit aldrei.
Tveir fiskar og annar í fríi Soffía sem er að vinna með mér er alltaf að vinna í einhverjum hádegisverðarpottum á hinum ýmsu veitingarstöðum. Ég nýt góðs af því þar sem að hún bíður mér alltaf með, ég heppin. Í haust vann hún á Ask og núna í vikunni fengum við þorramat sendan í vinnuna til okkar frá Múlakaffi. Í dag toppaði hún þetta með því að vinna hádegisverð á veitingarhúsinu Tveir fiskar. Við fórum átta saman og fengum alveg dýrindis fiskirétti, bæði forrétt og aðalrétt. Fínn staður sem að ég á örugglega eftir að kíkja á oftar. Þetta var kærkomin tilbreyting í staðinn fyrir skyrið og samlokurnar sem maður borðar í hverju hádegi.
Hold kæft - det er kold Það er greinilegt að við búum á Ís-landi. Að minnsta kosti stóð nafnið undir sér í dag. Alveg skítakuldi og þegar að við Sigrún vorum að reyna að fara út í Hagkaup í hádeginu í dag þá var ég nú ekki viss um að við höfðum það af og ekki er nú ekki langt á milli. Við vorum svo heppnar að hitta samstarfskonu okkar í búðinni og fengum far með henni til baka, annars hefðum við örugglega bara orðið úti. Og það á að vera kaldara á morgun. Annars á maður nú bara að gleðjast yfir veðrinu, eins gott að það er ekki slydda og slabb. Það er kalt úti en það er hægt að hafa það notalegt heima hjá sér, t.d. í góðum sófa fyrir framan sjónvarpið undir flísteppi með kertaljós og bolla af kakó.
Nýr bíll Jæja undur og stórmerki hafa gerst í litlu fjölskyldunni á Holtsgötunni. Já nýr fjölskyldumeðlimur hefur litið dagsins ljós, ekki manneska en engu að síður fullgildur meðlimur. Við Siggi festum nefnilega kaup á nýjum bíl í gær. Við keyptum vínrauðan Renault Megane Classic árgerð 1998. Við erum nokkuð ánægð með hann þó hann sé keyrður svolítið mikið en auðvitað miklu nýrri bíll en við áttum fyrir. Það er náttúrulega voða hamingjua hérna hjá okkur enda þarf ekki mikið til. Nú er bara að finna út hvað barnið á svo að heita... ...kannski Rauði Rúdolf!
Tæknisjúklingur Bara að blögga tvisvar á sama degi. Geri aðrir betur. Hef svo sem ekkert meira að segja síðan í morgun en ákvað samt að prófa að blögga oftar en einu sinni á dag þar sem ég er búin að komast að því að ég er netsjúklingur og sjónvarpssjúklingur. Lá áðan fyrir framan sjónvarpið og horfði á enn einn raunveruleikaþáttinn, America´s next Top Model . Segir kannski eitthvað um mig fyrst að ég er búin að finna heimasíðu þáttarins en ég ákvað að það væri gáfulegra að finna út hver hefði unnið í staðinn fyrir að sitja fyrir framan skjáinn næstu mánudagskvöld. Nú get ég allavega fundið mér eitthvað gáfulegra að gera, hvort sem ég geri það eða ekki! Ætli það sé ekki bara best að halda áfram að vafra um á netinu og svo þegar að ég er orðin leið á því, já þá gæti maður kannski bara kíkt á sjónvarpið aftur...
Bílamál Það er víst bara framhaldsaga af bílnum okkar, gráa fiðringnum. Hann er víst að deyja núna eða allavega erum við því miður ekki það miklir bifvélavirkjar að við getum lagað hann. Núna lekur víst vatnskassinn og þruftum við alltaf að fylla á vatnskassann í áður en að við lölgðum af stað en nú er svo komið að ekki er hægt að keyra hann lengur. Því miður. Við höfum eitthvað verið að skoða hvort að við getum keypt nýjan bíl og hefur það átt hug okkar allan síðustu daga að velta þessu fyrir okkur. Við höfum ekki komist að neinni vitrænni niðurstöðu. Höfum verið að skoða Renault Megane Classic sem frændi minn á en enga ákvörðun tekið. Þetta verður víst allt að koma í ljós á næstu dögum.
Svaðilförin mikla Jæja, jæja við komumst loksins í bústaðinn en ekki fyrr en á laugardaginn þar sem á föstudaginn var alveg brjálað verður. Reyndar var nú ekkert frábært veður á laugardaginn heldur. Við komumst auðveldlega næstum því að Kömbunum en þá fór gamanið nú heldur betur að kárna. Við sáum varla á milli stika og ég hélt á tímabili að við værum komin af veginum og á leiðinni niður fjallið vitlausu megin, ó boj. Komumst svo að því seinna að Kömbunum var lokað stuttu eftir að við keyrðum þar í gegn eða réttara sagt skriðum áfram. Þegar við vorum komin á láglendið þá héldum við nú að okkur væri borgið en alls ekki. Undir Ingólfsfjalli var einnig brjálaður bylur eða réttara sagt þæfingur eins og þeir segja hjá Vegagerðinni . Við sáum að einn jeppi hafði farið útaf í skurð og lögreglubíll og sjúkrabíll að reyna að komast til hans. Þegar við nálguðumst Selfoss, rétt við fyrsta hringtorgið sást ekki neitt við þurftum að stoppa og bílar fastir á víð og dreif. Reyndum beyja út af á a...
Grái fiðringurinn Jæja ég fór í annan leikfimistímann minn á árinu og það er kominn 15. janúar, jæja geri aðrir betur. Annars eru helstu fréttirnar þær að við Siggi erum á leiðinni í sumarbústað í Miðhúsaskógi nálægt Laugarvatni á morgun. Fengum leigðan sumarbústað hjá VR og ákváðum bara að drífa okkur um helgina, spennandi það. Svo verður víst enn meira spennandi að sjá hvernig færðin er og hvort að við yfir höfuð komumst upp á Laugarvatn. Reyndar er bíllinn okkar, grái fiðringurinn búinn að vera með einhverja stæla uppá síðkastið. Tók sig til og hætti að þurrka framrúðurnar þannig að við erum búin að vera án rúðuþurrkna í tvær vikur. Siggi fékk sem betur fer varahlut í hann í dag og lagaði það, varahluturinn kostaði kr. 4000 en ef við hefðum keypt þetta nýtt þá hefði það verið næstum kr. 12.000, við hefðum nú bara getað keypt nýjan bíl fyrir það. Nagladekkin voru farin að leka þannig að hann var á tveimur nagladekkjum og tveimur sléttum. Og síðast en ekki síst þá var loft inná ...
Tölvuvandræði Jæja í kvöld er ætlunin að fara til Ingólfs bróður míns og reyna að hjálpa honum að koma brennaranum í lag í tölvunni hans. Hann keypti einhverja tölvu í gegnum Danmörku á miklu betra verði en það er búið að vera voða vandamál með að fá allt til að virka hjá honum. Vinur hans sem er tölvunarfræðingur hjálpaði honum nú samt að setja upp stýrikerfið aftur. Ég veit nú í raun ekki hvað er í ólagi því þó að ég eigi að heita Kerfisfræðingur þá var nú lítið farið í alls konar tölvuviðgerðarmál hjá okkur. Okkur var nú bara kennt kerfisgreining, hönnun og forritun. Svo voru það tölvunördarnir sem voru við tölvuna allan daginn sem kunnu allt hitt. Ég var greinilega ekki ein af þeim þar sem að ég veit í raun frekar lítið hvað ég á að gera. Er búin að vera með tölvuna í eitt kvöld og tókst ekki að laga hana þannig að ég er nú ekkert voðalega bjartsýn. Ætla samt að gera eina heiðarlega tilraun í viðbót en alls ekki víst að það takist.
Jólafríið búið Núna þegar eini lesandi minn er farinn af landi brott ákvað ég að koma úr löngu og góðu jólafríi og fara að skrifa aftur reglulega á þetta blögg. Ég get nú ekki sagt að ég hafi staðist vonir mínar hvað varðar dugnað við skriftir en það er aldrei að vita hvað gerist á nýju ári. Batnandi mönnum og konum er best að lifa. Búin að hafa það þrusu gott um helgina. Horfðum á Idol á föstudaginn. Þar sem við erum ekki með Stöð 2 þá nýttum við okkur gestrisni tengdó. Í gær, laugardag, fórum við í Epal , Ikea , Griffil, Hagkaup og Bónus og gerðum helgarinnkaupin. Eyddum einhverju í öllum þessum búðum nema Epal. Já maður kann sko að lifa í neysluþjóðfélagi. Í dag elduðum við lambalærið sem við keyptum í Bónus í gær og buðum Ingólfi og Ingu í sunnudagssteikina með okkur. Gerðum reyndar ekki mikið meira nema að við löguðum til í ruslinu hjá okkur og það lítur aðeins betur út fyrir vikið. Já, Holtsgatan bara farin að líta út eins og á alvöru heimili!