Kæri Jóli Ég þakka þér kærlega fyrir jólagjöfina sem þú gafst mér í byrjun mánaðarins en ó boj, ó boj, augnsýking! Ég helt að það yrði kannski eitthvað skemmtilegra sem ég fengi frá þér og í dag fékk ég einnig hálbólgu, hvar endar þetta! Ég er hrædd við að opna pakkann á morgun. En jæja, augnsýkingin heldur áfram og við bætist meiri hálsbólga. Mér var ráðlagt að fara heim í dag í vinnunni og drífa mig til augnlæknis. Auðvitað gerið ég hvorugt og vann í staðinn til kl. 18 í dag. Eftir vinnu fór ég svo til tengdó í mat og því næst á einhverja brjálaða útsölu þar sem fólk stóð í röðum inn eftir allri búð og í röðum til að komast inn í næstu búð. Mér varð svo mikið um að ég keypti ekki neitt en er samt feginn að vita að mig vantar bara alls ekki neitt. Núna er ég alveg búin og er að spá í að skríða upp í rúm.