Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2008

Letijól

Nóg að gera um jólin í því að gera ekki neitt, hvað þá að maður nenni að blögga. Já þetta hafa verið sannkölluð letijól þar sem við höfum gert sem minnst, borðað sem mest og verið eins lengi og við getum í náttfötunum. Frekar þægileg jól en byrjaði í vinnunni aftur í dag en verð ekki lengi í vinnunni og fer aftur í 6 daga frí á gamlársdag.

Skírn

Bróðir minni skírið yngri son sinn í dag. Hér er mynd af okkur systkinunum með afkvæmin.

Gleðileg jól

Með ósk um gleðileg jól og verið nú góð við hvort annað.

Erfið nótt

Úppúr miðnætti hóf einkasonurinn að kasta upp og hélt þeim leik áfram í alla nótt. Því var lítið sofið og þvottavélin var í gangi í meira og minna í alla nótt. Það var því þreytt fjölskylda í dag enda sofnuðum við öll eftir hádegi. Hann var samt voða duglegur og aumingja barnið reyndi að hughreysta foreldrana, "þetta er bara vatn, pabbi" sagði hann í eitt skiptið í nótt þegar hann var að kasta upp. Við hjónin fórum þó á jólabrunch á nítjándu hæðina í turninum í Kópavogi í hádeginu með góðum vinum. Enda pestin horfin þá en ég skil ekki af hverju ælupestir koma alltaf á næturna. Jólabrunchinn gerði þvílika lukku og ég er ennþá södd. Gaman að hitta góða vini og ekki spillti maturinn fyrir. Svo er það bara síðasta vikan fyrir jól á morgun.

Sveinkarnir og jesúleikur

Jólasveinarnir eru komnir til byggða og í kvöld kemur sá þriðji. Einkasonurinn er frekar spenntur yfir komu sveinkanna. Í gær þá bara gat hann ekki sofnað þar sem hann var alltaf að athuga hvort að það væri eitthvað komið í skóinn. Síðan sofnaði hann loksins en vakti okkur kl. 5.30 til að sýna okkur hvað jólasveinninn gaf honum. Sem betur fer tókst öllum að sofna aftur. Stekkjastaur kom með lítið vasaljós og Giljagaur gaf honum tréliti og litla litablokk með. Þá er bara að bíða og sjá hvað Stúfur kemur með í nótt. Einkasonurinn átti sinn fyrsta leiksigur í gær þegar hann lék pabbann í jesúleiknum eins og hann orðaði það. Reyndar var hann Jósep í Helgileiknum sem leikskólinn heldur alltaf fyrir hver jól og að sjálfsögðu stóð hann sig með prýði og foreldrarnir voru að rifna úr stollti þegar þau horfðu á soninn í einu af aðalhutverkunum. Ég á von á fleiri leiksigrum næstu árin.

Samskiptin

Við hjónin þurfum líklega að bæta aðeins samskiptaleiðir okkar. Ég fór í gær í smá heimsókn til vinkonu minnar eftir vinnu en hún býr rétt hjá vinnu eiginmannsins. Ætlunin var svo að sækja eiginmanninn þegar hann væri búinn að vinna. Við töluðum saman í síma áður en ég fór til hennar og ég skildi það þannig að hann myndi hringja í mig þegar hann væri búinn en hann skildi það þannig að ég kæmi kl. 18.15 ef hann myndi ekki hringja í mig. Ég beið sem sagt eftir því að hann hringdi og hann beið eftir því að ég kæmi. Það varð til þess að hann þurfti að bíða eftir okkur og auðvitað var hann ekki með GSM í þetta skiptið. Það endaði þó með því að við mættumst á miðri leið þannig að ætli það sé ekki hægt að segja að okkur hafi tekist að ná saman að lokum. Jæja, best að drífa sig í sextugsafmæli en móðursystir mín átti afmæli í síðasta mánuði og í dag er 29. í afmæli og hún býður í boð.

Geymslan og konuboð

Vá hvað ég var þreytt í gær. Vorum að laga til í geymslunni allan sunnudaginn alveg langt fram á kvöld og jafnvel fram á nótt og þó að hún líti miklu betur út þá er það verk sko alls ekki búið. Var svo með konuboð á mánudaginn. Þar sem gekk svo hægt að laga til á sunnudaginn ákvað ég að taka mér frí eftir hádegi og klára það sem klárað varð fyrir konuboðið. Boðið heppnaðist auðvitað mjög vel og allir voru sáttir þar á meðal gestgjafinn. Ég var hinsvegar svo þreytt eftir stuð helgarinnar sem sem sagt náði fram á mánudagskvöld að ég sofnaði bara fyrir kl. 21 í gær með einkasyninum, vá hvað það var næs!

Letidagur og ekki

Í gær var letidagur. Eiginmaðurinn fór að vinna og ég og einkasonurinn gerðum barasta ekki neitt allan daginn, það var næs! Við fórum og sóttum eiginmanninn í vinnuna og kíktum loksins á litla frænda hann Þórir Ingólfsson sem er orðinn tveggja vikna gamall. En þar sem ég er búinn að vera slöpp með hina og þessa kvilla í rúmlega viku þá hætti ég ekki á að kíkja á hann fyrr. Hann er að sjálfsögðu svaka flottur og glæsilegur strákur. Langflottastur. Í gærkvöldi fórum við svo á jólagleði með vinnufélögum eiginmannsins. Ég varð frekar svekkt þegar ég komst að því að ekki var um jólahlaðborð að ræða heldur kvöldverð þar sem ég var búinn að hlakka svaka til að fara loksins á jólahlaðborð alla vikuna. En maturinn var svo sem ekki síðri og svo var happadrætti. Síðast þegar happadrætti var á árshátíðinni hjá vinnunni hans þá unnum við ekki neitt þó svo að vinningarnir væru yfir 50%. Ég fór auðvitað að hugsa, jæja maður vinnur aldrei neitt en svo ákvað ég að taka SECRETIÐ á þetta og að sjálfsögð...

Veikindasagan lokins á enda - í bili?

Ætla ekki að tala mikið um veikindi, held að veikindasagan sé loksins á enda, a.m.k. þangað til næst. Ég og einkasonurinn fórum í Smáralindina í dag og þar skoðuðum við Piparkökuhúsin hjá Kötlu og Kristófer Óli valdi sér hús sem hann ætlar að gera með Möggu fræknku sinni. Snjóhús með ísbirni og mörgæsum og já kannski kastala líka. Takmarkið er sett hátt en ég hef fulla trú á því að frænka hans ráði við þetta enda meistarabari. Ég á hinn bógin ætla ekki að reyna við piparkökuhús, læt piparkökukarlana nægja.

Augnsýking - Dagur 4

Ég held bara að ég sé að lagast af augnsýkingunni, en þori ekki að gefa út neinar yfirlýsingar fyrr en eftir nóttina. Hins vegar er ég að versna af hálsbólgunni illt í hálsinum, erfitt að kyngja og byrjuð að hósta hressilega! Hvar endar þetta? og það ekki einu sinni kominn janúar. Ætli maður þurfi ekki bara að fara í einangrun. Allir skíthræddir við mig í vinnunni yfir því að smitast af mér og kannski best að halda sig bara heima. Jæja, ætla að taka mér frí eftir hádegi á morgun þannig þetta reddast kannski fyrir horn. Annað mál þá fannst mér svolítið skrítið í dag þegar ég var að keyra heim úr vinnunni rúmlega fjögur að það var að verða dimmt. Jæja eftir nokkra daga getur maður sagt að það fari að vora eða a.m.k. að birta aftur.

Augnsýking - Dagur 3

Kæri Jóli Ég þakka þér kærlega fyrir jólagjöfina sem þú gafst mér í byrjun mánaðarins en ó boj, ó boj, augnsýking! Ég helt að það yrði kannski eitthvað skemmtilegra sem ég fengi frá þér og í dag fékk ég einnig hálbólgu, hvar endar þetta! Ég er hrædd við að opna pakkann á morgun. En jæja, augnsýkingin heldur áfram og við bætist meiri hálsbólga. Mér var ráðlagt að fara heim í dag í vinnunni og drífa mig til augnlæknis. Auðvitað gerið ég hvorugt og vann í staðinn til kl. 18 í dag. Eftir vinnu fór ég svo til tengdó í mat og því næst á einhverja brjálaða útsölu þar sem fólk stóð í röðum inn eftir allri búð og í röðum til að komast inn í næstu búð. Mér varð svo mikið um að ég keypti ekki neitt en er samt feginn að vita að mig vantar bara alls ekki neitt. Núna er ég alveg búin og er að spá í að skríða upp í rúm.

Augnsýking - Dagur tvö

Vaknaði í morgun og þá voru bæði augun klemmd aftur þannig að ég gat ekki opnað þau fyrr en ég var búinn að nudda gröftinn úr þeim. Ákvað því að drífa í því að leysa út lyfseðilinn sem ég fékk í gær og er komin með þessa fínu augndropa. Við skulum vona að ég fari eitthvað að lagast en verð að viðurkenna að ég sá ekki mikið á tímabili í dag þegar ég var að setja dropana í augun í dag. En svo er það auðvitað kvefið og hálsbólgan sem ég ætla ekki að nefna neitt meira. Já, ég held bara að ég sé loksins komin með nokkra reynslu af öllum þessum veikindum og hætt að kippa mér upp við hitt og þetta, a.m.k. þangað til næst.

Jóladagatalið

Einkasonurinn var í fyrsta skipti að fatta jóladagatalið og það var spenntur strákur sem opnaði jóladagatal sjónvarpsins í morgun. Við vorum að enda við að klára að horfa á fyrsta þáttinn og hann var frekar hissa á því hvað þátturinn væri stuttur. Hann sagði aftur og aftur "þetta er ekki búið". Já, við viljum að jóladagatalið sé lengra!

Slöpp helgi

Helgin var heldur betur slöpp í orðsins fyllstu merkingu. Ég var nefnilega slöpp og gerði því mest lítið um helgina. Var ekki alveg veik en alls ekki frísk heldur. Ég toppaði svo helgina með því að fá augnsýkingu og í morgun gat ég ekki opnað annað augað þar sem það var fast aftur fullt af greftri. Já, ekki mikið um að vera hérna þessa dagana. Er að reyna að laga til í plastkössunum frægu en það er víst líka eitthvað slappt hehehe! Jæja, best að halda áfram að vera slöpp.