Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að skrifa þetta hérna en ég er aftur komin með streptokokka. Sem betur fer líður mér betur en fyrir rúmlega tveimur vikum þegar ég fékk líka streptokokka og sýklalyf við þeim (sem ég tók samviskusamlega allan tímann). Tókst að fara í streptokokkapróf í gær og fékk jákvætt við því þannig að ég er aftur komin á sýklalyf og líður strax betur en síðast tók það nokkra daga ef ekki viku að jafna mig. Mér til málsbóta þá kemur það fyrir um 10% af einstaklingum sem fá streptokokka að þeir komi upp aftur. En þetta er samt síðasta veiki verarins (bara framhald af þeirri sem ég fékk síðasta vetrardag) og nú er komið sumar með sól í heiði og enga veikindadaga og allt verður gert til að halda því, sem flest m.a. í inntöku lýsi, vítamín og Omega Forte, út að labba á hverjum degi og ég veit ekki hvað og hvað.
Einkasonurinn er að jafna sig af hlaupabólunni og nú get ég formlega gefið yfirlýsingu um það að hlaupabólan hans var einstaklega væg, bólurnar voru fáar og honum klæjaði ekki mikið. Vonandi verða örin nánast ekki nein. Hann fékk reyndar einu sinni 40°C hita og brá okkur svolítið þá en hann hefur núna verið með hlaupabóluna í viku þó svo að nokkrar hlaupabólur séu eftir þá verð ég að segja að henni er nánast lokið, júhú!
Einkasonurinn er að jafna sig af hlaupabólunni og nú get ég formlega gefið yfirlýsingu um það að hlaupabólan hans var einstaklega væg, bólurnar voru fáar og honum klæjaði ekki mikið. Vonandi verða örin nánast ekki nein. Hann fékk reyndar einu sinni 40°C hita og brá okkur svolítið þá en hann hefur núna verið með hlaupabóluna í viku þó svo að nokkrar hlaupabólur séu eftir þá verð ég að segja að henni er nánast lokið, júhú!
Ummæli