Sumarið er komið og eins og aðrir Íslendingar höfum við tekið fram grillið með stæl, jafnvel þó að við höfum grillað af og til í vetur. Nú er nánast grillað á hverjum degi og ef einhvern vantar grilluppskriftir þá er bara að hafa samband við eigimanninn. Hann er búinn að grilla fylltar svínalundir, humar, svínasnitsel, smálúðu, kjúklingalæri og bringur, bleikju, hamborgara og pylsur svo fátt eitt sé nefnt. Einnig höfum við prófað að grilla grænmeti á marga vegu, uppáhaldið eru paprikur, sveppir og laukur.
Ummæli