Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2008

Laugardagskvöld

Það fór nú ekki svo að ég yrði heima þetta laugardagskvöld. Þó svo að ég geti nú ekki sagt að laugardagskvöldin hjá mér séu mjög krassandi þá hafa laugardagskvöldin í maí verið nokkuð spennandi; árshátíð, bíó, París, Eurovisionpartý og aftur bíó. Því um kl. 19 hringdi frænka mín í mig og spurði hvort ég nennti ekki að koma með henni í bíó. Ég sló nú ekki hendinni á móti því og hringdi í aðra frænku sem fannst miklu skemmtilegra að fara í bíó með okkur en að vera heima og þrífa. Um klukkustund seinna vorum við allar komnar í bíósalinn með popp og kók á stórskemmtilega mynd. Já, ekki amalegt laugardagskvöld það fyrir úthverfahúsfrúna!

Engin vorferð

Áætluð vorferð starfsmannafélagsins féll óvænt niður einum tíma fyrir brottför. Ástæðan var ófyrirséð og eitthvað sem enginn getur stjórnað, já ef það hefur farið framhjá einhverjum í dag þá varð stór jarðskjálfti á Suðurlandi. Ætlunin var að fara út að borða humar á Stokkseyri og gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni með vinnufélögum og var áætluð brottfor kl. 18 frá Reykjavík. Ég var búinn að hlakka ýkt til en tveimur tímum fyrr varð jarðskjálfti sem breytti heldur betur planinu, svona aðeins til að minna mann á að maður hefur nú ekki stjórn á öllu. Ég fann vel fyrir jarðskjálftanum í vinnunni. Var að tala í símann og nánast skellti á viðkomandi, hoppaðu úr sætinu mínu og í næsta dyrakarm þar sem ég skalf á beinunum. Reyndar er þetta í annað skiptið í mánuðinum sem ég þarf að fresta för minni til Stokkseyrar en um daginn ætluðum við að fara með vinafólki okkar við Fjöruborðið og borða humar en þá tókst mér að verða veik. Þetta fer að verða eitthvað gruggugt, eru tvær tilviljanir örug...

Göngukvöld

Það var ganga í kvöld hjá gönguhópnum og metþáttaka, alls fimm konur sem örkuðu af stað. Við löbbuðum upp Elliðarárdalinn að sundlauginni í Árbænum og til baka aftur. Skemmtileg leið, flugurnar voru aðeins að stríða okkur en ekki mikið, og ótrúlega mikið af fólki í góða veðrinu. Ég settist nú bara fyrir framan sjónvarpið þegar ég kom heim og er búinn að sitja þar síðan, ánægð með að hafa drifið mig af stað með þeim. Mig langar í nýja gönguskó!

París - ferðasaga, dagur 2

Eldhúsdagsumræður Alþingis í sjónvarpinu og tími til kominn að halda áfram með ferðasöguna... Varúð langt!!! Dagur 2 - Föstudagurinn 16. maí Við vöknuðum sem betur fer ekkert allof snemma en heldur ekki alltof seint og drifum okkur niður í morgunmat sem var alveg ágætur. Ekkert súperflottur en það vantaði samt ekki neitt og það sem var í boði var bragðgott. Ég drakk ör ugglega 1 líter af appelsínusafa þar sem ég var svo þyrst og fann ekki vatnið strax. (NB. drekk ekki kaffi og sjaldan te). Við ákváðum að dagurinn í dag væri dagurinn sem við færum upp í Effelturninnn, allt annað mætti mæta afgangi þannig að ef það tæki allan daginn væri það bara allt í lagi. Við sáum að það væri erfiðara fyrir okkur að skipta um Metro á þeirri stöð var næst hótelinu enda var þetta ágætis tækifæri til að byrja daginn á smá göngu og labba yfir Signu. Við drifum okkur þá á þarnæstu Metrostöð sem var hjá Orly safninu. Þegar við komum að stöðinni þá keyptum við okkur þriggjadaga Metropassa en þá hófst leiti...

Euorvisonpartý

Fórum í gær í Eurovisionpartý og fertugsafmæli sem var ágætisblanda. Fordrykkur, matur, afmæliskaka og ég veit ekki hvað og hvað. Skemmtum okkur vel þó svo að Ísland hafi ekki unnið. Óskum afmælisbarninu innilega til hamingju með afmælið þó svo að ég efist að hann lesi þetta blögg enda ekki á alla vitorði þó svo að það sé opið fyrir öllum. Alltaf gaman að fara í Eurovisionpartý það var þó mat manna að allof mörg lög væru allof léleg (m.a. sigurlagið frá Rússlandi). Samt horfir maður á þetta ár eftir ár, það er greinlega eitthvað sem trekkir að. Þá er það bara að sama tíma að ári, ég er strax farinn að hlakka til.

París - ferðasaga, dagur 1

Mig langar að skrifa smá ferðasögu um París, set hana hérna aðallega fyrir sjálfa mig svo að ég gleymi nú ekki hvar ég setti söguna. Vona að einhverjir aðrir geti notið þess líka, en ég vara ykkur við. Þetta er langt! Dagur 1 - Fimmtudagurinn 15. maí Fórum út á flugvöll snemma á fimmtudagsmorgni og auðvitað svaf maður lítið sem ekkert þá nóttina. Við ákváðum að geyma bílinn á geymslusvæði við flughöfnina, þegar við vorum að leggja bílnum hittum við samsta rfsfólk hans Sigga sem var að fara í dagsvinnuferð til Kaupmannahafnar. Greinilegt að við förum nú ekki alltof oft til útlanda þó það sé nú minna en ár síðan við fórum síðast því þegar inn var komið þá ætluðum við bara að planta okkur í röðina hjá Iceland Express. Sem betur fer voru vinnufélagar hans Sigga þarna því þau bentu okkur á að fara í miklu styttri röð hjá Icelandair. Við komust loksins í flugvélina og þá vorum við svo þreytt eftir lítinn svefn alla nóttina að ég svaf nánast alla leiðina, rétt vaknaði til að smakka á flugvé...

Eurovison

Horft á Eurovison í gær og Eurovison á morgun. Nóg að gera fyrir Eurovisonaðdáendur, erum við það ekki öll inn við beinið. Bara mismunandi hve dugleg við erum að viðukenna það fyrir okkur sjálfum og öðrum. Enda ekki á hverjum degi sem Ísland kemst uppúr milliriðli, það er svo hægt að rífast um það hvernig lagið er. Get ekki sagt að það sé eitt af mínum uppáhalds... ...en hvaða máli skiptir það þegar Eurovisionkvöld er í nánd. Eurovisonveðmálspottur í vinnunni í dag þar sem hver lagði kr. 300 undir. Ég valdi 13. sætið og tel mig vera nokkuð bjarsýna. Ótrúlegt hvað YouTube er sniðugt. Ég var að kynna Eurovison fyrir einkasyninum. Að sjálfsögðu kítkum við á frammistöðu íslenska lagsins og einkasonurinn er meira að segja farinn að raula með. Get reyndar ekki sagt að framburðurinn sé skiljanlegur en skv. honum heitir lagið "Disis dalæf". Þegar við höfðum séð íslenska lagið tvisvar sinnum kíktum við á nokkra gamla sigurvega eins og Ruslönu. Það er ekki hægt að segja annað en það s...

Frakkland og Eurovision

Fyrst við erum byrjuð að tala um Frakkland þá verð ég koma með smá auglýsingu hérna. Til að byrja með þá verð ég að viðurkenna að Eurovision hefur farið fram hjá mér í ár en oft er ég dyggasti aðdáandi hennar eins og nánast allir Íslendingar. Var að fatta eð eitt lag sem ég hef heyrt oft og finnst bara nokkuð flott er framlag Frakka til Eurovision þetta árið. Ég var að ákveða að ég held með því lagi.

Parísarferð

Við hjónin áttum frábæra helgi í Paris og nutum þess að skoða borgina í fyrsta skipti. Gerðum auðvitað allt það sem túristar eiga að gera svona eins og... Fórum upp í Effelturninn Sáum Siguborgann Hittum Mónu Lísu ...og auðvitað margt margt fleira . Mæli með vorferð til Parísar.

Sameiginlegt

Hvað eiga þessir einstaklingar sameiginlegt? Agneszka Fidan Greg Ási Ágústa Linda Marsy Gustav Helgi Aga Áslaug Áshildur Jón Bragi Nr. 1 Jóhanna Eva Hafdís Katarzyna Edyta Atli Gizepoiz Jú, þeir hafa allir afgreitt mig í Bónus, Hagkaup, Nettó eða í öðrum búðum á síðustu vikum. Kemur mér í raun óvart hvað þarna eru margir Íslendingar.

Furðuhnetur

Einkasonurinn: "Mamma, hvað ertu að borða." Vongóður um að hafa nappað mömmu sína borða nammi og gæti þá jafnvel snýkt eitthvað handa sjálfum sér. Móðirin: "Furuhnetur." Sýnir einkasyni sínum skál af furuhnetum sem átti að fara út á salatið. Einkasonurinn (steinhissa): "Ha, FURÐU HNETUR!"

Af veikindum

Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að skrifa þetta hérna en ég er aftur komin með streptokokka. Sem betur fer líður mér betur en fyrir rúmlega tveimur vikum þegar ég fékk líka streptokokka og sýklalyf við þeim (sem ég tók samviskusamlega allan tímann). Tókst að fara í streptokokkapróf í gær og fékk jákvætt við því þannig að ég er aftur komin á sýklalyf og líður strax betur en síðast tók það nokkra daga ef ekki viku að jafna mig. Mér til málsbóta þá kemur það fyrir um 10% af einstaklingum sem fá streptokokka að þeir komi upp aftur. En þetta er samt síðasta veiki verarins (bara framhald af þeirri sem ég fékk síðasta vetrardag) og nú er komið sumar með sól í heiði og enga veikindadaga og allt verður gert til að halda því, sem flest m.a. í inntöku lýsi, vítamín og Omega Forte, út að labba á hverjum degi og ég veit ekki hvað og hvað. Einkasonurinn er að jafna sig af hlaupabólunni og nú get ég formlega gefið yfirlýsingu um það að hlaupabólan hans var einstaklega væg, bólurnar voru fáar og ho...

Bankamál

Þurfti að fara í bankan í dag til að útrétta og var eitthvað að spá í sparnaði. Sá að ég hafði ekkert vit á þessu, bankastarfsmaðurinn hefði alveg eins getað talað kínversku við mig. Púff, núna þarf maður að leggjast í lestur og skoða hvað er besta leiðin. Alltaf nóg að gera.

Göngutúr

Fór í hinn vikulega göngutúr í kvöld með gönguklúbbnum. Það var búið að rigna í allan dag en um leið og við stigum út hætti að rigna og ekki dropi úr lofti allan göngutúrinn sem var að þessu sinni í Hafnarfirðinum. Já, það er munur að hafa svona sambönd. Annars er hlaupabólan ennþá í heimsókn, verður sem sagt fjör að vera inni alla Hvítasunnuhelgina. Gef ekki út neinar yfirlýsingar um hve skæð hlaupabólan er fyrr en sést í endalok hennar.

Leikhús

Fór í leikhús á sunnudagskvöldið á stórskrítið leikrit . Það var þó betra en á horfðist í fyrstu. Sé þó að ég veit ekki alveg hvernig á að fatta svona menningarleg leikrit. Mér fannst nú samt gaman að drífa mig í leikhús með skemmtilegum félagsskap, sé að maður þarf að fara oftar. Einnig komst ég að því stóri salurinn í Þjóðleikhúsinu er ekki eins stór og þegar ég var lítil. Fyrir einhverja ótrúlega tilviljun held ég að ég hafi síðast séð leikrit í þessum sal þegar ég fór á Dýrin í Hálsaskógi fyrir um 30 árum, man a.m.k. ekki eftir öðrum leikritum í þessum sal. Reyndar komst ég einnig að þessum sal var gjörbreytt við lagfæringarnar á Þjóðleikhúsinu hérna um árið eins og frægt er orðið, það gæti verið ástæðan fyrir því að ég man ekki eftir neinum leikritum í þessum sal.

Bóla, bóla, hlaupabóla

Hr. Hlaupabólus vaknaði fyrir kl. 7 í morgun tilbúinn til að fara á fætur. Þar fór draumurinn um að sofa aðeins lengur því ég er heima með veikt barn. Já, einkasonurinn er kominn með hlaupabóluna. Var farinn að gruna það í gærkvöldi þar sem það sást til einnar bólu og hann búinn að vera með hita í tvo daga að engu tilefni (þ.e. ekki kvef, hálsbólga eða eyru). Í morgun voru bólurnar orðnar fleiri og því komin staðfesting á hlaupabólu. Mig grunar að það verði Tomma og Jenna maraþon í dag.

Árshátíð

Við hjónakornin fórum á árshátíð með vinnufélögum eiginmannsins í gærkvöld. Árshátíðin var haldin á skemmtistaðnum Rúbín og tókst mjög vel enda klikkaði uppskriftin að árshátíðinni ekki þ.e. góður matur, félagsskapur, skemmtiatriði og diskótekari. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég kom á þennan skemmtistað og kom hann skemmtilega á óvart, flottur staður í ótrúlegu umhverfi.

Þrjú og hálft ár

Einkasonurinn á þriggja og hálfsársafmæli í dag. Það er því tími til að líta um öxl og skoða nokkrar myndir af honum. Hérna er hann fyrir ári síðan tveggja og hálfsárs Nýorðinn eins og hálfsárs, að skoða skóna hans pabba síns í byrjun maí 2006. Að lokum ein mynd af honum sem tekin var þegar hann var sex mánaða. Ótrúlega margt hefur breyst síðan en einhvernveginn er það svo stutt síðan.

Fyrsti maí

Dagurinn byrjaði í leti en endaði í rúmlega klukkustundar göngutúr. Notuðum svo líka góða veðrið og þar sem bensínið er svo svakalega ódýrt ákváðum við að fara bíltúr. Við kíktum aðeins á Reykjanes, nánar tiltekið hluta af Krísuvíkurleiðinni og Kleifarvatn. Nokkrar myndir því til staðfestingar.