Það fór nú ekki svo að ég yrði heima þetta laugardagskvöld. Þó svo að ég geti nú ekki sagt að laugardagskvöldin hjá mér séu mjög krassandi þá hafa laugardagskvöldin í maí verið nokkuð spennandi; árshátíð, bíó, París, Eurovisionpartý og aftur bíó. Því um kl. 19 hringdi frænka mín í mig og spurði hvort ég nennti ekki að koma með henni í bíó. Ég sló nú ekki hendinni á móti því og hringdi í aðra frænku sem fannst miklu skemmtilegra að fara í bíó með okkur en að vera heima og þrífa. Um klukkustund seinna vorum við allar komnar í bíósalinn með popp og kók á stórskemmtilega mynd. Já, ekki amalegt laugardagskvöld það fyrir úthverfahúsfrúna!
Sögur úr úthverfinu