Það hefur ekki verið svona snjór samfellt hér í höfuðborginni í manna minnum, en veðurminnið er reyndar eitthvað gloppótt hjá flestum. Ég man a.m.k. ekki eftir því hvenær það var svona mikill snjór og svona lengi, en það gæti svo sem hafa verið í fyrra því mitt veðurminni nær ekki langt aftur.
Einkasonurinn er að sjálfsögðu himinlifandi yfir þessu og foreldrarnir fjárfestu í ægifagurri (not) grænblárri Stiga snjóþotu og nú er einkasonurinn að uppgötva hvað það getur verið skemmtilegt að þeytast niður snæviþaktar brekkurnar. Hann og faðir hans fóru aðeins út fyrir kvöldmat og renndu sér niður brekkuna hér á bakvið en þar sem ég er ennþá með hálsbólgu þó svo að röddin sé komin aftur þá að ég held mig meira innandyra. Ég skrapp þó út á svalir og vinkaði þeim. Önnur ferð er plönuðu fyrir kvöldmat á morgun - svo framarlega að það verði ennþá snjór.
Einkasonurinn er að sjálfsögðu himinlifandi yfir þessu og foreldrarnir fjárfestu í ægifagurri (not) grænblárri Stiga snjóþotu og nú er einkasonurinn að uppgötva hvað það getur verið skemmtilegt að þeytast niður snæviþaktar brekkurnar. Hann og faðir hans fóru aðeins út fyrir kvöldmat og renndu sér niður brekkuna hér á bakvið en þar sem ég er ennþá með hálsbólgu þó svo að röddin sé komin aftur þá að ég held mig meira innandyra. Ég skrapp þó út á svalir og vinkaði þeim. Önnur ferð er plönuðu fyrir kvöldmat á morgun - svo framarlega að það verði ennþá snjór.
Ummæli