Gáfulegar samræður í bílnum á leiðnni heim úr leikskólanum í dag þegar við sáum sólina reyna að gæjast framhjá skýjunum:
Einkasonurinn: "Mamma segðu mér þegar sólin kemur"
Móðirin: "Þegar sólin kemur þá kemur dagur, svo kemur kvöld, síðan nótt og svo þegar sólin kemur aftur þá kemur morgun og loks dagur aftur.
Einkasonurinn: "Segðu mér aftur".
Móðirin: "Fyrst er dagur, síðan kvöld og svo þegar sólin sest þá kemur nótt."
Einkasonurinn: "Sólin getur ekki setjast! Hún er ekki með neinn rass!".
Ummæli