Ég er enn að jafna mig eftir magakveisuna miklu en líður þó betur en í gær. Tókst meira að segja að fara aðeins út eftir hádegi þó svo að ég hafi nú kannski ekki getað gert mikið en ég var bara búinn að fá nóg af því að vera inni, þótt þetta hafi bara verið tveir sólahringar sem ég var búinn að eyða hér innan dyra. Samt er ég glöð að aðal stuðið stóð bara yfir í 12 tíma en ekki 24 eins og hjá sumum sem ég þekki. (Alltaf gott að vera í Pollýönnuleik).
Labbaði einn lítinn hring í húsdýragarðinum með einkasyninum og dreif mig svo heim aftur, frekar lottuleg. Það kemur dagur eftir þennan dag.
Labbaði einn lítinn hring í húsdýragarðinum með einkasyninum og dreif mig svo heim aftur, frekar lottuleg. Það kemur dagur eftir þennan dag.
Ummæli