Fara í aðalinnihald

Gleðilegt nýtt ár og áramótaheit

Ég hef lengið undir feld til að hugsa hvernig ég ætti að gera upp árið og komst að þeirri niðurstöðu að það hentaði mér best að gera það með myndum. Ákvað að skrifa ekki neitt fyrr en það væri tilbúið en stóðst þó ekki mátið í gær að setja inn eitt heilræði til að minna mig á það einhvern tíma seinna.

Við fjölskyldan óskum öllum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir allt sem liðið er með Krónikunni árið 2007. Mæli með að kveikt sé á hátölurunum og ef þú skoðar þetta og endilega skilja eftir skilaboð þar sem ég var alveg heillengi að búa þetta til.



Ég nú ekkert voðalega dugleg við að setja áramótaheit og hvað þá standa við þau. Ég valdi því bara að gera eitt áramótaheit og það var að reyna að koma með nesti að heiman í hádeginu en ekki kaupa alltaf eitthvað í Hagkaup. Skemmst er frá því að segja að ég fór í Hagkaup í hádeginu í dag. Jæja, ég er búinn að búa mér til nesti fyrir morgundaginn þannig að ekki er öll von úti.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta er stórskemmtilegt uppgjör ársins 2007. Skil vel að þetta hafi tekið sinn tíma en líklegast hefur verið mjög gaman að fara í gegnum myndir ársins til að finna þessi highlights! Skora á þig að gera nú svona fyrir hvert árið á fætur öðru og þá verður sko fjör í ellinni að fara yfir farinn veg :-)
Bestu kveðjur
Bergrún
LBK sagði…
Takk fyrir kommentið, þetta er ágætis hugmynd. Þú ert greinilega sú eina sem lest skilaboðin nákvæmlega þar sem ég bað alla um skilaboð eftir þessa skemmtilegu en efiðis vinnu. Eða kannski ert þú sú eina sem les þessa síðu, tja fyrir utan mig. Það er svo sem ekkert verra enda er þessi síða fyrst og fremst hugsðu sem dagbók fyrir mig.

Nýjárskveðja, Lilja Bjarklind
Nafnlaus sagði…
Nei ég kíki nú stundum þó ég sé löt að kvitta
staðfest núna kvittíkvitt
IS
btw: frábært uppgjör ársins

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.