Ég hef lengið undir feld til að hugsa hvernig ég ætti að gera upp árið og komst að þeirri niðurstöðu að það hentaði mér best að gera það með myndum. Ákvað að skrifa ekki neitt fyrr en það væri tilbúið en stóðst þó ekki mátið í gær að setja inn eitt heilræði til að minna mig á það einhvern tíma seinna.
Við fjölskyldan óskum öllum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir allt sem liðið er með Krónikunni árið 2007. Mæli með að kveikt sé á hátölurunum og ef þú skoðar þetta og endilega skilja eftir skilaboð þar sem ég var alveg heillengi að búa þetta til.
Ég nú ekkert voðalega dugleg við að setja áramótaheit og hvað þá standa við þau. Ég valdi því bara að gera eitt áramótaheit og það var að reyna að koma með nesti að heiman í hádeginu en ekki kaupa alltaf eitthvað í Hagkaup. Skemmst er frá því að segja að ég fór í Hagkaup í hádeginu í dag. Jæja, ég er búinn að búa mér til nesti fyrir morgundaginn þannig að ekki er öll von úti.
Við fjölskyldan óskum öllum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir allt sem liðið er með Krónikunni árið 2007. Mæli með að kveikt sé á hátölurunum og ef þú skoðar þetta og endilega skilja eftir skilaboð þar sem ég var alveg heillengi að búa þetta til.
Ég nú ekkert voðalega dugleg við að setja áramótaheit og hvað þá standa við þau. Ég valdi því bara að gera eitt áramótaheit og það var að reyna að koma með nesti að heiman í hádeginu en ekki kaupa alltaf eitthvað í Hagkaup. Skemmst er frá því að segja að ég fór í Hagkaup í hádeginu í dag. Jæja, ég er búinn að búa mér til nesti fyrir morgundaginn þannig að ekki er öll von úti.
Ummæli
Bestu kveðjur
Bergrún
Nýjárskveðja, Lilja Bjarklind
staðfest núna kvittíkvitt
IS
btw: frábært uppgjör ársins