Mér var bent á skemmtilega síðu um daginn þar sem hægt er að fylgjast með hvaða sjónvarpsþætti maður er búinn að sjá og hvaða sjónvarpsþætti maður á eftir að sjá. Það er mjög gott fyrir mig sem er bæði sjónvarpssjúk og skipulagssjúk enda skráði ég mig strax á þessa síðu og get nú skipulagt mig enn betur við sjónvarpsglápið. Það sem mér fannst hinsvegar fyndnast á þessari síðu var að þar var hægt að sjá hve miklum tíma ég hafði eytt í áhorf á hinum og þessum sjónvarpsþætti og í heildina með því að velja "Time I've wasted". Ég ætla nú ekki að gefa upp neinar tölur en ég er aðeins búin að láta inn nokkra þætti og það er komið upp í daga ef ekki vikur af mínu lífi sem tengjast hinum og þessum sjónvarpsþáttum. Þá er annað hvort hægt að fá samviskubit yfir sjónvarpsglápi og að hætta því alveg að horfa á sjónvarpið eða njóta þess að eiga góðar stundir með félögum mínum í kassanum góða. Ég tók að sjálfsögðu síðari kostinn.
Sögur úr úthverfinu