Fara í aðalinnihald

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert.

Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til hamingju með soninn og góða ferð til Flórída, sendu nú smá il yfir hafið til Frakklands, held að þau heima á Fróni hafi ekkert við slíkt að gera þar sem jarðhitinn bjargar hitastigi heimilanna!

Bergrún ísklumpur í ókynntu frönsku húsnæði
Nafnlaus sagði…
Elsku Lilja mín og Siggi. Innilega til hamingju með drenginn ykkar orðin 3ja ára það er ekkert lítið. Ég er sammála að eiga þessi blessuð börn er lífsblessun og það besta sem ég hef gert, við meigum njóta þess á meðan þau eru ung og við erum að móta þau og það er mikið vandaverk.
Skemmti þið ykkur vel í Flórída.
Kveðja Magga í Hveró.
Nafnlaus sagði…
Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Ég óska ykkur innilega til hamingju með Kristófer Óla. Njótið lífsins á Florida. Sjáumst hressar 7. des. ef ekki fyrr. Mbk, Hulda María
Nafnlaus sagði…
óþægilegt þegar þú bloggar ekkert svona lengi, eins gott að þú ert dugleg í SMS sendingum á meðan!!
kv Guðmundur góði :-)
Nafnlaus sagði…
Ertu ekki að koma heim? Ég sakna þín hér og verð bara að vinna í pásunum sem ég tek mér til að lesa um lífið í úthverfinu...

Bergrún
herborg sagði…
Sá linkinn á síðuna þína á síðunni hans Kristófers Óla.

Til lukku með soninn-tíminn fljótur að líða!

Sá að það er linkur á mig, en á síðu sem hefur ekki verið uppfærð lengi lengi.... linkurinn á síðuna hennar Ingu er www.ingabriet.blogspot.com ef þú vilt frekar hafa hann þarna.

Góða skemmtun á Florida!
Nafnlaus sagði…
Nú er eftirvæntingin orðin svo mikið að heyra um Flórídaferðina að ég kíki hér inn oft á dag.
Hlakka óendanlega til ;-)
Bergrún
LBK sagði…
Takk fyrir kveðjurnar. Gaman að sjá að einhver saknaði mín þegar ég var í Florida, skilaboðin hrúgast inn en greinilegt er hver er minn diggasti lesandi eins og ávallt.
Nafnlaus sagði…
úps nú fer ég að fara hjá mér.... netfíkill neeeee ;-)

Diggasti lesandinn

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.