Fara í aðalinnihald

Amma Sigga

Amma Sigga hefði orðið 82 ára í dag hefði hún lifað. Hún var dugnaðarforkur og kjarnakvendi þó svo að það færi oft lítið fyrir henni. Hún eignaðist hvorki meira né minna en 15 börn og kom þeim öllum til manns og það er sko stórt afrek út af fyrir sig. Reyknaði einhvern tíma út að hún hefði verið ófrísk í 11 ár og mér fannst 9 mánuðir mikið!

Ég var svo heppin að fá að kynnast henni betur en mörg önnur barnabörn þar sem ég fékk að búa hjá henni þegar ég var í menntaskóla og að hluta til þegar ég var í Háskóla Íslands. Ég man þegar ég flutti til hennar 1989 og byrjaði í menntaskóla þá fannst mér hún orðin voða gömul en þá var hún bara 64 ára sem mér finnst í dag, enginn aldur. Ég man hvað henni fannst gaman að fá okkur frænkurnar inná heimilið og hve okkur fannst fábært að fá að vera hjá henni. Við gátum spilað saman félagsvist kvöld eftir kvöld og alltaf var jafn gaman hjá okkur. Það var alltaf fjör við matarborðið og í rauninni alltaf enda brölluðum við margt saman, Sunnubrautargegnið. Svo stundum þegar ég kom snemma heim úr skólanum þá náði maður á hana eina þar sem hún sat í sólinn inni í stofu að hlusta á rás eitt og þá náðum við að spjalla saman í rólegheitunum áður en allir aðrir komu heim eða eitthvað af börnunum hennar leit við í heimsókn.

Einhvern veginn fannst manni amma vera fastur punktur í tilverunni það var því skrítið þegar hún féll frá fyrir tveimur árum. Það kemur ennþá fyrir að mér detti í hug til að skreppa aðeins á Sunnubrautina og hitta ömmu en þá fatta ég að það er víst ekki hægt lengur, en ég er þó heppin að hafa minningarnar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
já ég er líka oft að fara að hringja í hana að segja henni eitthvað :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.