Það var frábært í Florida, 25°C hiti og sól ALLA dagana. Við nutum þess að vera í sumarfríi í yndislegu hverfi og sumir spiluðu golf, aðrir prófuðu golfbíla. Að sjálfsöguð var verslað og verslað og verslað og verslað... og þar se við vorum í Orlando þá gátum við ekki sleppt því að heimsækja nokkra skemmtigarða eins og Disney Magic Kingdom, Universal Studios og Sea World. En þar sem ég er myndasjúk þá læt ég nokkrar fylgja...
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Samt gott að fá þig "heim" ;-)
B
kv. Sigurborg