Við hjónin eigum sex ára brúðkaupsafmæli í dag og þar sem ég hef ekki hugmynd um hverju sex árin tengjas ákvað ég að "googla" það og fékk bæði upp að sex ár væri járnbrúðkaupsafmæli eða sykurbrúðkaupsafmæli. Við höldum uppá það við að undirbúa smá afmælisveislu handa einkasyninum sem átti afmæli 2. nóvember sl. en þá var í flugvélinni á leiðinni út til Ameríku og enginn tími til að halda afmæli. Ákváðum að halda samt afmæli þar sem það er hundleiðinlegt að fá enga afmælisveislu. Þetta verður bara lítið afmæli í ár, aðeins nánasta fjölskylda en ef einhver sem les þetta langar að kíkja á okkur þá er það velkomið. Við ætlum að hafa súpu og kökur á morgun milli 14-16.
Ég er einmitt að baka eina köku núna. Áðan hljóp einkasonurinn fram og til baka úr eldhúsinu og inn í stofu nokkrum sinnum. Ég spurði hann hvað hann væri eiginlega að gera. Svarið sem ég fékk var: "Ég er að finna lyktina af kökunni".
Ég er einmitt að baka eina köku núna. Áðan hljóp einkasonurinn fram og til baka úr eldhúsinu og inn í stofu nokkrum sinnum. Ég spurði hann hvað hann væri eiginlega að gera. Svarið sem ég fékk var: "Ég er að finna lyktina af kökunni".
Ummæli