Við erum að æfa einkasoninn á því að sofna einan enn eina ferðina. Gefumst alltaf upp þegar hann verður veikur og leyfum honum að kúra hjá okkur. Svolítið erfitt þar sem hann nú búinn að vera meira og minna veikur í allan vetur og langt fram á sumar. Ég hefði nú aldrei trúað því að mér fyndist erfitt þegar hann liggur í rúmminu sínu og grætur, en meyrt er móðurhjartað. Ég er sem sagt búinn að múta honum í kvöld (eitthvað sem maður á ekki að gera) og núna liggur hann uppi í rúmminu sínu og hlustar á Mikka ref = Dýrin í hálsaskógi á iPod og heldur fast utan um risastóran bangsa sem heitir Stóri-Friður í höfuðið á öðrum bangsa sem heitir bara Friður. Þessi nútímabörn, tja eða kannski þessir nútímaforeldrar.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli