Ég er eins og allir hinir. Ég verð víst að viðurkenna það að ég hef nú aldeilis látið plata mig með auglýsingum og fjölmiðlaáróðri. Núna er ég að endurlesa sjöttu bókina af Harry Potter og í þetta skiptið á íslensku. Er búinn að panta mér sjöundu bókina sem er líklega á leiðnni til mín í pósti. Og í kvöld fór ég og sá bíómynd sem gerð er eftir fimmtu bókinni af Harry Potter. Ég taldi mig nú ekki vera neinn svakalegan Harry Potter aðdáanda en ég hef lesið allar bækurnar og séð allar myndirnar. Það segir nú eitthvað.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Lilja nörd