Það hefur varla farið fram hjá neinum sem ég þekki að ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og hef haft lengi. Miklu lengur en stafrænar myndavélar voru almannaeign. Eignaðist mína fyrstu myndavél um 10 ára aldur og hef verið að taka myndir alveg síðan.
Ég á þó ekki ennþá stafræna speglamyndavél en á gamla Canon EOS 500 N myndavél (Svipuð og Canon EOS REBEL XS) með 35mm filmu þar sem hægt er að skipta um linsur. Hef hinsvegar tekið eftir því að frá því að ég eignaðist mína fyrstu stafrænu myndavél fyrir um fjórum árum síðan, hefur notkun á henni farið minnkandi, þó svo að myndirnar sem koma úr henni eru ennþá betri en úr stafrænu myndavélinni. Nú er svo komið að hún er nánast ekkert notuð og ég held bara að það sé kominn tími til að kaupa sér nýja stafræna myndavél. Mig hefur langað í svona myndavél í tvö ár og vonandi get ég látið drauminn rætast. Hef þó ákveðið að kaupa hana ekki fyrr en ákveðnar forsendur ganga upp.
Þangað til get ég gert eins og ég gerði í þessari viku. Fundið 1 árs gamlar filmur inni í skáp og látið framkalla eina og eina filmu í einu.
Ég á þó ekki ennþá stafræna speglamyndavél en á gamla Canon EOS 500 N myndavél (Svipuð og Canon EOS REBEL XS) með 35mm filmu þar sem hægt er að skipta um linsur. Hef hinsvegar tekið eftir því að frá því að ég eignaðist mína fyrstu stafrænu myndavél fyrir um fjórum árum síðan, hefur notkun á henni farið minnkandi, þó svo að myndirnar sem koma úr henni eru ennþá betri en úr stafrænu myndavélinni. Nú er svo komið að hún er nánast ekkert notuð og ég held bara að það sé kominn tími til að kaupa sér nýja stafræna myndavél. Mig hefur langað í svona myndavél í tvö ár og vonandi get ég látið drauminn rætast. Hef þó ákveðið að kaupa hana ekki fyrr en ákveðnar forsendur ganga upp.
Þangað til get ég gert eins og ég gerði í þessari viku. Fundið 1 árs gamlar filmur inni í skáp og látið framkalla eina og eina filmu í einu.
Ummæli