Lilja er á leiðinni heim til sín í dag og keyrir eins og fín frú rólega niður brekkuna að heimili sínu. Allt í einu sér hún glitta í póstbílinn við stigaganginn hjá sér og sér póstmanninn labba út úr stigaganginum. Lilja gefur í eins og versti ökuníðingur, skrensar við dyrnar, hoppar út úr bílnum og grípur póstinn rétt áður en hann sest inn í bílinn. "Ertu nokkuð með pakka handa Lilju?" Að sjálfsögðu var þar pakki handa Lilju og hún er núna stolltur eigandi af Harry Potter and the Deathly Hollows. Næsta mál á dagskrá er að lesa bókina. Núna er ágætt að vera í sumarfríi.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
:) Magga