Já, sjúklingurinn ég er að skríða saman. Er þó alls ekki orðinn nógu góð og þegar ég lagði mig í dag með einkasyninum glaðvaknaði ég eftir korter við hóstann í sjálfum mér. Gat að minnsta kosti gert smá húsverk í dag þannig að batahorfurnar eru loksins í rétta átt. Nú hef ég ekki komið út fyrir hússins dyr í heila viku og er ekki viss um að ég geti farið út á morgun. Þetta sumarfrí verður því þekkt sem innifríið mikla og ég HATA hósta.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli