Fara í aðalinnihald

Af hverju er himininn blár?

Einkasonurinn er að uppgötva heiminn núna og það er bara sætt, þó svo að sakleysið minnki aðeins fyrir vikið. 

Hann er mikið að spá í úr hverju hlutirnir eru búinir til eða hvernig þeir verða til. Um daginn elduðum við heila kjúkling og hann var mest hissa á því hvar hausinn væri. Mikið er spáð í allt sem við borðum og t.d. er spurt úr hverju hakk sé búið til úr, af hverju við borðum naut, úr hverju ananas úr dós sé búinn til úr o.s.frv. Í kvöld þegar við vorum að fara að sofa spurði hann úr hverju sápa er búinn til úr?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
og hvað varð um hausinn á kjúlla

kv,
Ingólfur
LBK sagði…
Hmmm... No comment!

Kv. LBK

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Grillað í hvert mál

Sumarið er komið og eins og aðrir Íslendingar höfum við tekið fram grillið með stæl, jafnvel þó að við höfum grillað af og til í vetur. Nú er nánast grillað á hverjum degi og ef einhvern vantar grilluppskriftir þá er bara að hafa samband við eigimanninn. Hann er búinn að grilla fylltar svínalundir, humar, svínasnitsel, smálúðu, kjúklingalæri og bringur, bleikju, hamborgara og pylsur svo fátt eitt sé nefnt. Einnig höfum við prófað að grilla grænmeti á marga vegu, uppáhaldið eru paprikur, sveppir og laukur.