Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2008

Birthday girl

Jæja, loksins komið afmæli. Veit ekki hvort ég sé afmælisstelpa eða kannski er ég orðinn kona loksins. Einkasonurinn sagði bara Váááááááá þegar hann heyrði hvað ég væri orðin gömul, mér líður hinsvegar alltaf eins og að ég sé bara 18 eða kannski 21 árs, ætli það beytist nokkuð þó að einu ári sé bætt við en ég er sem sagð orðin árinu eldri, fæddist um kl. 10.30. Svo er ég búinn að fá fullt af afmæliskveðjum í síma, á netinu og í tölvupósti og það ekki einu sinni komið hádegi. Þetta lítur út fyrir að verða ágætis afmælisdagur, og það spillir nú ekki fyrir að hann er á laugardegi og ég er búinn að reikna út að næsta stórafmæli verður á föstudegi eftir 5 ár en best að hugsa sem minnst um það og njóta bara dagsins í dag.

Brjálað að gera

Það er brjálað að gera í vinnunni og greinilegt að sumarfríið er búið. Ég geri ekki annað en að hrinja í sófann á kvöldin þegar ég kem heim og breytist í sófadýr. Afraksturinn af allri þessari vinnu birtist í fréttablaði á morgun, geri ráð fyrir að allir bíði spenntir. Hahahaha, bara fleiri brandarar. Annars styttist í afmæli, en ég verð dirtysomething á laugardaginn. Ætla að hafa það næs með stráknunum mínum. Eiginmaðurinn er að vinna alveg til kl. 16 þannig að ég geri bara ráð fyrir rólegum afmælisdegi með spennandi og rómantískum kvöldverði. Já, ætli ég sé ekki bara farinn að hlakka smá til.

Brandarahorn

Ég er ein af þeim sem finnst barnið mitt óheyrilega fyndið, jæja hverjum finnst það ekki um barnið sitt. Hér kemur einn úr brandarhorni Kristófers Óla. En einkasonurinn var að stríða pabba sínum í kvöld með því hvað hann væri gamall. Sonurinn: "Pabbi þú ert bara kall" Faðirinn: "Nei ég er ekki karl" Sonurinn: "Jú, þú ert 3000 kall"

Strákarnir mínir

Það var þreyttur en stolltur strákur sem kom heim í dag eftir að hafa hlaupið Latabæjarhlaupið. Faðir hans var einnig duglegur og að sjálfsögðu er ég að springa úr stollti yfir stráknunum mínum. Fljótlega eftir að við vorum komin heim í dag þá sofnuðu báðir í sófanum í stofunni. Sjaldan hefur nokkur verið svona ánægður með verðlaunapeninginn eins og einkasonurinn þó að hann hafi haft nokkrar áhyggjur af því að þeir sem hlaupa ekki allt hlaupið fengju ekki verðlaunapening. Peningurinn fór ekki af hálsinum fyrr en hann fór að sofa og þá bað hann mig vinsamlegast um að passa verðlaunapeninginn og rétti mér hann. Einnig benti hann mér á að passa vel að læsa fram á gang svo að verðlaunapeningnum yrði nú ekki stolið í nótt.

Hlaupagikkir

Á morgun ætla karlmennirnir á heimilinu að hlaupa í Reykjarvíkurmarþoninu. Einkasonurinn tekur reyndar þátt í Latabæjarhlaupinu en eiginmaðurinn ætlar að hlaupa 21 km eða hálft maraþon og það finnst mér nokkuð flott. Við fengum bolina fyrir þá í Laugardagshöll í dag og einkasonurinn þurfti auðvitað strax að prófa hlaupabolinn. Hann er búinn að æfa sig fyrir morgundaginn með því að hlaupa á tásunum í hlaupabolnum og stuttbuxum út um alla íbúð. Hann er nefnilega alveg viss um að hann hleypur miklu hraðar þegar hann er í hlaupabolnum.

Sultugerð

Á mánudaginn fór ég ásamt einkasyninum heim til samstarfskonu minnar og við týndum fullt af rifsberjum. Ég elska rifsber, bestu ber fyrir utan jarðaber. Jæja, ég týndi og einkasonurinn hafði meiri áhuga á tampolíni sem var í garðinum. Ég fékk vænan haug af rifsberjum og aðeins af sólberjum og í kvöld hafði ég loksins tíma til að bút til smá sultu og það tókst bara vel, þó að ég segi sjálf frá. Ég verð seint talin húsmóðursleg en ég er nú nokkuð stollt af því núna krukkur af heimatilbúinni sultu inni í ískáp, sem ÉG bjó til.

Afmæli

Mamma mín á afmæli í dag, ég óska henni innilega til hamingju með afmælið, að sjálfsögðu var farið í kaffiboð til hennar og ég fékk meira að segja með afganga sem verða líklega étnir upp til agna í vinnunni á morgun. Til hamingju með afmælið mamma.

Sumarfríi lokið

Fyrsti vinnudagurinn eftir sumarfrí var í dag. Sumarfríið var fínt, rólegt, skemmitlegt og gott veður. Þó að eiginmaðurinn hafi fengið lítið sumarfrí þá tókst okkur að gera ótrúlega margt. Helstu atriði eru: Útilega í Þjórsárdal Sumarbústaður við Þingvallavatn um Verslunarmannahelgina með brennu og allt! Viku sumarbústaðaferð í Grímsnesið þar sem við fengum góða gesti Dagsferð á Selfoss í heimsókn til Selfyssinga Gullfoss og Geysir Þingvellir og rúntur í kringum Þingvallavatn Skógarfoss og Reynisfjara Frábært veður í sumarfríinu Óteljandi sundferðir Hjólatúrar í dalnum okkar og fleira og fleira og fleira...

Mætt aftur

Ég er mætt aftur, þeim fáu sem lesa þetta til ómældrar ánægju. Ég hef svo sem ekkert verið að auglýsa þetta blögg mikið og því haldið lesendum í lágmarki. Ég var eitthvað að spá í að hætta þar sem ég var orðin þreytt á þessu og tók því langt sumarfrí. Þegar ég var að lesa gamlar færslur núna eftir sumarfrí þá fattaði ég að það þetta er fín dagbók og ágætis leið til að fá mig til að skrifa niður hvað gerist í lífinu, þannig að ég held áfram...