Jæja, loksins komið afmæli. Veit ekki hvort ég sé afmælisstelpa eða kannski er ég orðinn kona loksins. Einkasonurinn sagði bara Váááááááá þegar hann heyrði hvað ég væri orðin gömul, mér líður hinsvegar alltaf eins og að ég sé bara 18 eða kannski 21 árs, ætli það beytist nokkuð þó að einu ári sé bætt við en ég er sem sagð orðin árinu eldri, fæddist um kl. 10.30. Svo er ég búinn að fá fullt af afmæliskveðjum í síma, á netinu og í tölvupósti og það ekki einu sinni komið hádegi. Þetta lítur út fyrir að verða ágætis afmælisdagur, og það spillir nú ekki fyrir að hann er á laugardegi og ég er búinn að reikna út að næsta stórafmæli verður á föstudegi eftir 5 ár en best að hugsa sem minnst um það og njóta bara dagsins í dag.
Sögur úr úthverfinu