Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2007

Vel plönuð bíóferð

Hvað er skemmtilegra en að rifja upp gömul kynni við gamla vini. Fór í vikunni í bíó með vinkonu minni sem hefur örugglega tekið þrjú ár að skipuleggja, en okkur tókst að fara í bíó og ég hafði gaman að því, svo mikið að það er plönuð önnur bíóferð í janúar.

Mykur

Vá, hvað það er erfitt að vakna á morgnanna. Ég barasta hef mig ekki á fætur á morgnanna þannig að ég hef mætt aðeins seinna í vinnuna frá því að ég kom heim frá Florida, kemst ekki út úr húsi fyrr en rúmlega átta. Það hefur kannski eittthvað með það að gera að mét tekst ekki að fara upp í rúmmið fyrr en í fyrsta lagi uppúr kl. 00.00. Í kvöld LOFA ég að fara fyrr að sofa.

Svefntíminn

Feðgar fóru að sofa í kvöld eftir að hafa farið í bað. Þegar mér fannst faðrinn hafa verið frekar lengi inni hjá einkasyninum ákvað ég að vekja hann nokkuð viss um að hann væri sofnaður. Þegar ég kem inn í svefnherbergið okkar liggja þeir báðir í rúmminu okkar og líta út fyrir að vera sofandi en einkasonurinn opnar augun og segir "Usss, pabbi er sofnaður". Ég labbaði glottandi út aftur og leyfði þeim að kúra saman.

Rafmagnsleysi

Ég var heldur betur búinn að koma mér vel fyrir framan sjónvarpið að horfa á danskan sakamálaþátt, nýbúinn að poppa og meira að segja komin með sængina fram. Púff!!! þá fór rafmagnið í rúmlega háfltíma. Sem betur fer var ég búinn að kveikja á kertum og tölvan er með batterí. Ég lagaði aðeins til í myndunum á tölvunni og svo kom rafmagnið aftur en uppgötvaði að hvað nútímamanneskjan ég er háð rafmagninu.

Enn og aftur afmæli

Héldum loksins uppá afmæli einkasonarins . Við buðum fjölskyldunni og svo kíktu tvær vinkonur mínar auk frænku minnar. Bara lítið og létt en að sjálfsöguð Ingals-style. Súpa, þrjár kökur og svo auðvitað pylsubrauð auk ávaxtabakka. Gleymdi Rice crispies inni í frysti eins og vanalega. Ætla bara að slappa af í kvöld fyrir framan sjónvarpið... ...og hafa það næs.

Brúðkaupsafmæli

Við hjónin eigum sex ára brúðkaupsafmæli í dag og þar sem ég hef ekki hugmynd um hverju sex árin tengjas ákvað ég að "googla" það og fékk bæði upp að sex ár væri járnbrúðkaupsafmæli eða sykurbrúðkaupsafmæli. Við höldum uppá það við að undirbúa smá afmælisveislu handa einkasyninum sem átti afmæli 2. nóvember sl. en þá var í flugvélinni á leiðinni út til Ameríku og enginn tími til að halda afmæli. Ákváðum að halda samt afmæli þar sem það er hundleiðinlegt að fá enga afmælisveislu. Þetta verður bara lítið afmæli í ár, aðeins nánasta fjölskylda en ef einhver sem les þetta langar að kíkja á okkur þá er það velkomið. Við ætlum að hafa súpu og kökur á morgun milli 14-16. Ég er einmitt að baka eina köku núna. Áðan hljóp einkasonurinn fram og til baka úr eldhúsinu og inn í stofu nokkrum sinnum. Ég spurði hann hvað hann væri eiginlega að gera. Svarið sem ég fékk var: "Ég er að finna lyktina af kökunni".

Amma Sigga

Amma Sigga hefði orðið 82 ára í dag hefði hún lifað. Hún var dugnaðarforkur og kjarnakvendi þó svo að það færi oft lítið fyrir henni. Hún eignaðist hvorki meira né minna en 15 börn og kom þeim öllum til manns og það er sko stórt afrek út af fyrir sig. Reyknaði einhvern tíma út að hún hefði verið ófrísk í 11 ár og mér fannst 9 mánuðir mikið! Ég var svo heppin að fá að kynnast henni betur en mörg önnur barnabörn þar sem ég fékk að búa hjá henni þegar ég var í menntaskóla og að hluta til þegar ég var í Háskóla Íslands. Ég man þegar ég flutti til hennar 1989 og byrjaði í menntaskóla þá fannst mér hún orðin voða gömul en þá var hún bara 64 ára sem mér finnst í dag, enginn aldur. Ég man hvað henni fannst gaman að fá okkur frænkurnar inná heimilið og hve okkur fannst fábært að fá að vera hjá henni. Við gátum spilað saman félagsvist kvöld eftir kvöld og alltaf var jafn gaman hjá okkur. Það var alltaf fjör við matarborðið og í rauninni alltaf enda brölluðum við margt saman, Sunnubrautargegnið....

Fyrst ég er byrjuð...

...á svona Internetprófum er bara best að halda þeim áfram. Ekkert merkilegt að blögga um hversdagsleikann þegar maður er búinn að vera hálfan mánuð úti á Florida. Þú fellur fyrir proskum (prins + froskur). Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa er ljóst að þú fellur fyrir proskum . Líklegt er þó að þú mótmælir þeirri niðurstöðu. "Nei, ég fell fyrir prinsum," kanntu að hugsa. Ástæðan er sú að þú ert í afneitun! Við fyrstu sýn virðist proskur nefnilega prins. Hann lokkar til sín dömurnar með breiðu, skjannahvítu brosi og gljáfægðri kórónu. Hann heldur dyrum opnum fyrir þér, færir þér blóm og leggur afmælisdaginn þinn á minnið. En þegar proskurinn hefur veitt þig í gildruna kemur hans innra eðli í ljós. Einn daginn tekurðu eftir því að skítugir táfýlusokkar prosksins liggja á stofugólfinu. Þann næsta tekur hann yfir völdin yfir sjónvarpsfjarstýringunni og hækkar í iPodinum sínum og þykist ekki heyra í þér þegar þú biður hann um að fara út með ruslið. Það kemur ...

Raunveruleikinn

Gengur eitthvað erfiðlega að koma sér í gírinn aftur eftir hið ljúfa líf í sól og hita í Florida. Tímamismunurinn eitthvað að stríða mér, sofna seint á kvöldin og vakna seint á morgnanna dauðþreytt. Ég fattaði það í dag að það eru að koma jól þannig að maður getur farið að hlakka til þeirra og njóta aðventunnar. Já, það er alltaf eitthvað. Nota svo tækifærið og óska vinkonu minni henni Möggu í Hveragerði til hamingju með daginn.

Slagorð

Nothing Comes Between Me And My Lilja. Enter a word for your own slogan: Generated by the Advertising Slogan Generator , for all your slogan needs. Get more Lilja slogans .

Ó Florida, ó Florida

Það var frábært í Florida, 25°C hiti og sól ALLA dagana. Við nutum þess að vera í sumarfríi í yndislegu hverfi og sumir spiluðu golf, aðrir prófuðu golfbíla. Að sjálfsöguð var verslað og verslað og verslað og verslað... og þar se við vorum í Orlando þá gátum við ekki sleppt því að heimsækja nokkra skemmtigarða eins og Disney Magic Kingdom, Universal Studios og Sea World. En þar sem ég er myndasjúk þá læt ég nokkrar fylgja...

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.