Fara í aðalinnihald

Lifðu fyrir daginn í dag

Á leiðinni heim úr vinnunni hlusta ég oft á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og á hverjum degi eru hlustendur hvattir til að hringja inn og segja frá því sem var rætt á kaffistofunni þann daginn. Mér hefur nú aldrei dottið í hug að hringja en mér verður oft hugsað til samræðna á kaffistofunni þann daginn. Ótrúlegustu hlutir eru ræddir og hin ýmsu vandamál leyst svo sem fermingagjafir, hvað á að hafa í matinn, utanlandsferðir, gömul húsráð og það mætti lengi telja.

Í dag ræddum við hinsvegar um það hvað það væri mikilvægt að lifa fyrir daginn í dag, þar sem lífið væri svo stutt. Eða eins og ein orðaði það "mánudagur, föstudagur, mánudagur, föstudagur og jól". Daganir þjóta framhjá og mitt mottó er því að gera alltaf eitthvað nýtt eða öðruvísi á hverjum degi og muna að njóta dagsins í dag. Ekki hugsa um hvað gerðist í gær eða hlakka til yfir því sem gerist á morgun.

Hvað gerði ég svo örðuvísi í dag? Ég keyrði foreldra mína út á flugvöll, fór í rúmfatalagerinn og dreif mig í leikfimi. Bráðum verður líkamsræktin vonandi hluti af rútínunni en ég hugsa þó að ég muni ekki keyra út á flugvöll daglega eða fara í rúmfatalagerinn.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gott ráð, maður gerir allt of mikið af því að lifa í fortíð og framtíð, gleymir oft núinu....

Bergrún

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Grillað í hvert mál

Sumarið er komið og eins og aðrir Íslendingar höfum við tekið fram grillið með stæl, jafnvel þó að við höfum grillað af og til í vetur. Nú er nánast grillað á hverjum degi og ef einhvern vantar grilluppskriftir þá er bara að hafa samband við eigimanninn. Hann er búinn að grilla fylltar svínalundir, humar, svínasnitsel, smálúðu, kjúklingalæri og bringur, bleikju, hamborgara og pylsur svo fátt eitt sé nefnt. Einnig höfum við prófað að grilla grænmeti á marga vegu, uppáhaldið eru paprikur, sveppir og laukur.