Ég hef ekki talið mig mjög flughrædda en helst flogið í millilandaflugi en ekki mikið í innanlandsflugi þar sem meira um óeirð í lofti og maður verður óneitanlega meira var við flugið í minni vélum. Gleymi því þó aldrei þegar ég flaug frá Bakka yfir til Vestmannaeyja í lítilli rellu, ágætt að það var stutt flugferð. Í gær varð mér hinsvegar í fyrsta skipti flökurt þegar ég flaug til Akureyrar. Fattaði það þó ekki fyrr en mér var bent á það. Hélt að ég væri veik og skildi ekkert af hverju mér var svona flökurt, það fór þó ekki illa og ég var fljót að jafna mig og alveg til í aðra flugferð og komst klakklaust heim.
Mynd af góða veðrinu á Akureyri.
Eina myndin sem ég náði af höfuðborgarsvæðinu.
Drulluléleg mynd en varð að láta hana fylgja með þar sem myndefnið er svo fagurt.
Getið þið nú bara hvar þessi mynd er tekin.
Drulluléleg mynd en varð að láta hana fylgja með þar sem myndefnið er svo fagurt.
Getið þið nú bara hvar þessi mynd er tekin.
Ummæli