Það verður seint sagt að einkasonurinn tali lítið, hann á yfirleitt svar við öllu og oftar en ekki verða til hinar ýmsu sögur úr einni setningu. Oftast erum við að ræða við hann og hann býr til söguna út frá því sem við erum að ræða um. Svo var ekki í kvöld. Í kvöld vorum við á leiðinni heim úr sundi þá sat einkasonurinn afturí bílnum einn með sjálfum sér og sagði sögu og foreldrarnir hlustuðu á og brostu:
"Ég var að elda kjúkling og þá komu ormarnir og borðuðu kjúklinginn. Þá kom úlfurinn og bítti í, bítti í, bítti í..... úlfurinn kom með byssu og skjótaði á ormana. Þá varð áðnamaðkurinn voða hissa"
Ummæli