Fór á ráðstefnu á Akureyri í dag og ég verð að viðurkenna að það er alltaf gott veður á Akureyri eða a.m.k. í dag þegar það hellirigndi í höfuðborginni. Ágætis ráðstefna en frekar löng þannig að þegar ég var búinn að sitja allan daginn á ráðstefnunni þá ákváð ég ásamt samstarfskonu minni að fá mér smá ferkst loft. Við löbbuðum því úr háskólanum og niður í bæ og síðan alla leið út á flugvöll, og ég komst að því eftir á að það eru 3,1 km frá miðbænum að flugvellinum þannig að þetta var ágætis göngutúr. Það er reyndar svolítið fyndin saga við þá gönguferð en hún verður ekki höfð eftir hér.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli