Ég hélt að ég hefði nú ekki gert neitt óvenjulegt eða nýtt í dag en svo fattaði ég að í morgun vaknaði ég klukkan sex og var kominn í vinnuna klukkan átta. Það verður að teljast harla óvenjulegt, sérstaklega þar sem ég vil helst sofa eins lengi og ég get.
Ástæða þess er líklega sú að ég sofnaði kl. 20.15 í gær, ó já. Einkasonurinn var svo þreyttur eftir allan æsinginn í íþróttaskólanum að hann bað um að fara upp í rúm kl. 19.30 sem gerist nánast aldrei. Ég fór og svæfði hann og sofnaði óvart svona snemma með honum. Eiginmaðurinn reyndi að vekja mig en að hans sögn gekk það ekki vel enda fannst mér óskup næs að sofna.
Einnig hlustaði ég í fyrsta skipti á fleiri en eitt lag í einu með Megasi í morgun. En það var fyrirlestur um þann listamann á starfsmannafundi í morgun. Ég er bara ekki frá því að ég muni hlusta meira á hann í framtíðinni.
Ástæða þess er líklega sú að ég sofnaði kl. 20.15 í gær, ó já. Einkasonurinn var svo þreyttur eftir allan æsinginn í íþróttaskólanum að hann bað um að fara upp í rúm kl. 19.30 sem gerist nánast aldrei. Ég fór og svæfði hann og sofnaði óvart svona snemma með honum. Eiginmaðurinn reyndi að vekja mig en að hans sögn gekk það ekki vel enda fannst mér óskup næs að sofna.
Einnig hlustaði ég í fyrsta skipti á fleiri en eitt lag í einu með Megasi í morgun. En það var fyrirlestur um þann listamann á starfsmannafundi í morgun. Ég er bara ekki frá því að ég muni hlusta meira á hann í framtíðinni.
Ummæli