Við vorum að keyra um daginn og þá sér Kristófer Óli kjúklingastaðinn KFC. Hann segir, mamma veistu hvað þau segja alltaf í sjónvarpinu, "KFC, núll grjón af tans bitum". Hahaha, segið svo ekki að auglýsingar hafi ekki áhrif. Eiginlega of mikil áhrif á þessu litlu kríli. Maður fattar það ekki alltaf. Annars er Kristófer Óli einnig heima í dag, en hann er orðinn eldhress og fer í leikskólann á morgun.
Sögur úr úthverfinu