Á leiðinni heim úr vinnunni hlusta ég oft á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og á hverjum degi eru hlustendur hvattir til að hringja inn og segja frá því sem var rætt á kaffistofunni þann daginn. Mér hefur nú aldrei dottið í hug að hringja en mér verður oft hugsað til samræðna á kaffistofunni þann daginn. Ótrúlegustu hlutir eru ræddir og hin ýmsu vandamál leyst svo sem fermingagjafir, hvað á að hafa í matinn, utanlandsferðir, gömul húsráð og það mætti lengi telja. Í dag ræddum við hinsvegar um það hvað það væri mikilvægt að lifa fyrir daginn í dag, þar sem lífið væri svo stutt. Eða eins og ein orðaði það "mánudagur, föstudagur, mánudagur, föstudagur og jól". Daganir þjóta framhjá og mitt mottó er því að gera alltaf eitthvað nýtt eða öðruvísi á hverjum degi og muna að njóta dagsins í dag. Ekki hugsa um hvað gerðist í gær eða hlakka til yfir því sem gerist á morgun. Hvað gerði ég svo örðuvísi í dag? Ég keyrði foreldra mína út á flugvöll, fór í rúmfatalagerinn og dreif mig í leikf...