Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2007

Letidagur

Við fjölskyldan erum búinn að gera nákvæmlega ekki neitt í allan dag. Húsmóðirin er greinilega ennþá að jafna sig eftir magakveisuna miklu, eiginmaðurinn fór út að djamma í gær og einkasonurinn er yfir sig ánægður að hafa óskipta athygli frá báðum foreldrunum. Stundum verður maður bara að taka smá letidag.

Storyteller

Það verður seint sagt að einkasonurinn tali lítið, hann á yfirleitt svar við öllu og oftar en ekki verða til hinar ýmsu sögur úr einni setningu. Oftast erum við að ræða við hann og hann býr til söguna út frá því sem við erum að ræða um. Svo var ekki í kvöld. Í kvöld vorum við á leiðinni heim úr sundi þá sat einkasonurinn afturí bílnum einn með sjálfum sér og sagði sögu og foreldrarnir hlustuðu á og brostu: "Ég var að elda kjúkling og þá komu ormarnir og borðuðu kjúklinginn. Þá kom úlfurinn og bítti í, bítti í, bítti í..... úlfurinn kom með byssu og skjótaði á ormana. Þá varð áðnamaðkurinn voða hissa"

Hversdagsleikinn

Æ, ég er veik. Náði mér í einhverja pest sem er víst að ganga. Telfdi skák við páfann stóran hluta síðustu nætur og er svo bara búinn að liggja í móki í dag með hita. Ég sem ætlaði að fara í vinnuna um hádegisbilið en það varð nú lítið úr því. Tókst í staðinn að liggja svo lengi í bælinu að ég fékk í bakið og horfa á tvær stelpumyndir. Kannski ekki skemmtilegasti dagurinn en það kemur dagur eftir þennan dag.

Vafið um fingur...

Við vorum að keyra framhjá Smáralindinni í dag og þá sá einkasonurinn plagat af hákörlum sem er ný teiknimynd í bíó. Einkasonurinn hefur einungis einu sinni farið í bíó og það var ekki í Smáralindinni. Einkasonurinn: "Það er ný mynd í bíó" Móðirin: (Frekar hissa) "Nú langar þig í bíó?" Einkasonurinn: "Já" Móðirin: "Með hverjum?" Einkasonurinn: "Mömmu Lilju krúsímús" Hvað getur maður sagt við þessu? Það er plönuð bíóferð næstu helgi. Hann kann á alla veiku punktana hjá móður sinni.

Flugferðir

Ég hef ekki talið mig mjög flughrædda en helst flogið í millilandaflugi en ekki mikið í innanlandsflugi þar sem meira um óeirð í lofti og maður verður óneitanlega meira var við flugið í minni vélum. Gleymi því þó aldrei þegar ég flaug frá Bakka yfir til Vestmannaeyja í lítilli rellu, ágætt að það var stutt flugferð. Í gær varð mér hinsvegar í fyrsta skipti flökurt þegar ég flaug til Akureyrar. Fattaði það þó ekki fyrr en mér var bent á það. Hélt að ég væri veik og skildi ekkert af hverju mér var svona flökurt, það fór þó ekki illa og ég var fljót að jafna mig og alveg til í aðra flugferð og komst klakklaust heim. Mynd af góða veðrinu á Akureyri. Eina myndin sem ég náði af höfuðborgarsvæðinu. Drulluléleg mynd en varð að láta hana fylgja með þar sem myndefnið er svo fagurt. Getið þið nú bara hvar þessi mynd er tekin.

Akureyri

Fór á ráðstefnu á Akureyri í dag og ég verð að viðurkenna að það er alltaf gott veður á Akureyri eða a.m.k. í dag þegar það hellirigndi í höfuðborginni. Ágætis ráðstefna en frekar löng þannig að þegar ég var búinn að sitja allan daginn á ráðstefnunni þá ákváð ég ásamt samstarfskonu minni að fá mér smá ferkst loft. Við löbbuðum því úr háskólanum og niður í bæ og síðan alla leið út á flugvöll, og ég komst að því eftir á að það eru 3,1 km frá miðbænum að flugvellinum þannig að þetta var ágætis göngutúr. Það er reyndar svolítið fyndin saga við þá gönguferð en hún verður ekki höfð eftir hér. Við háskólann á Akureyri. Leikfélag Akureyrar. Heimildarmynd: Á leiðinni út á flugvöll.

Í sund á sunnudegi

Litla fjölkyldan dreif sig í sund á sunnudagsmorgni og skemmti sér að sjálfsögðu mjög vel eins og alltaf. Fórum að þessu sinni í nýju laugina í Mosfellsbæ sem við mæðginin prófðuðum í fyrsta skipti í síðustu viku og líkaði svo vel þannig að við fórum nú aftur viku seinna. Húsbóndinn á heimilinu gerði sér lítið fyrir og hljóp héðan og upp í Mosó ásamt systur sinni, rúmlega 13 km. Við mæðginin hittum þau við sundlaugina og þegar var komið ofaní þá plataði Magga frænka Kristófer Óla með litla hjartað að fara í allar rennibrautirnar. Þegar hann var einu sinni búinn að prófa þá gat hann ekki hætt. Seinna í dag nýttum við góða veðrið og fórum í göngutúr, að sjálfsögðu fékk guli bílinn að fara með og Kristófer Óli tók nokkra montrúnta á honum. En það er ekki frá því að um leið og rigningin fer og það verður heiðskýrt þá kólnar all verulega, já það er komið haust. Feðgarni klæða sig skóna eftir sundferðina. Í lok sundferðar. Litla fjölskyldan í göngutúr og einkasonurinn að sjálfsögðu með gula ...

Morgunstund gefur gull í mund

Hvað er betra en að drífa sig snemma morguns með einkasyninum til Reynis bakara og kaupa þrjár heilhveitiskonsur, setjast síðan niður við matarborðið öll fjölskyldan og borða saman morgunverð áður en heimilisfaðirinn fer að vinna.

Veraldarvefurinn

Bendi fólki á þessa snilldargrein um teiknimyndir. Kannski fyrir aðila sem eru aðeins yngri en ég því ég man eftir því að bróðir minn horfði á margar af þessum teiknimyndum og þá ég líka stundum með honum. Ég er líklega það gömul að "þegar ég var ung" þá var auðvitað bara Stundin okkar eða svona hér um bil.

Nýtt í dag

Ég hélt að ég hefði nú ekki gert neitt óvenjulegt eða nýtt í dag en svo fattaði ég að í morgun vaknaði ég klukkan sex og var kominn í vinnuna klukkan átta. Það verður að teljast harla óvenjulegt, sérstaklega þar sem ég vil helst sofa eins lengi og ég get. Ástæða þess er líklega sú að ég sofnaði kl. 20.15 í gær, ó já. Einkasonurinn var svo þreyttur eftir allan æsinginn í íþróttaskólanum að hann bað um að fara upp í rúm kl. 19.30 sem gerist nánast aldrei. Ég fór og svæfði hann og sofnaði óvart svona snemma með honum. Eiginmaðurinn reyndi að vekja mig en að hans sögn gekk það ekki vel enda fannst mér óskup næs að sofna. Einnig hlustaði ég í fyrsta skipti á fleiri en eitt lag í einu með Megasi í morgun. En það var fyrirlestur um þann listamann á starfsmannafundi í morgun. Ég er bara ekki frá því að ég muni hlusta meira á hann í framtíðinni.

Íþróttaskóli

Í dag fórum við einkasonurinn í íþróttaskóla HK í fyrsta skipti. Einkasonurinn hefur nú ekki verið þekktur fyrir að prófa eitthvað nýtt enda með eindæmum lítið hjarta en við foreldrarnir höldum áfram að prófa. Hann varð nú heldur betur smeikur þegar við komum inn í búningsklefann og við sáum inn í leikfimissalinn þar sem var fullt af krökkum í tímanum á undan og nóg að gera. Minn maður rak bara upp öskur og vildi fara heim. Hann var alveg óhuggandi þangað til ein vinkona hans úr leikskólanum kom óvænt inn í búningsklefann þá sá hann að þetta var nú kannski ekki svona agalegt fyrst að hún væri nú kominn þangað líka. Þegar búið var að tala hann aðeins til fékkst hann til að fara inn í leikfimissalinn en hélt fast í hendina á mér. Hann þorði svo alltaf meira og meira og fyrst gat hann bara hlaupið ef ég hélt í hendina á honum en svo þorði hann að sleppa hendinni. Hann varð nokkuð spenntari þegar kom að þrautahringnum og að lokum hljóp hann óreglulega hringi út um gólfi og tók nokkur ...

Lifðu fyrir daginn í dag

Á leiðinni heim úr vinnunni hlusta ég oft á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og á hverjum degi eru hlustendur hvattir til að hringja inn og segja frá því sem var rætt á kaffistofunni þann daginn. Mér hefur nú aldrei dottið í hug að hringja en mér verður oft hugsað til samræðna á kaffistofunni þann daginn. Ótrúlegustu hlutir eru ræddir og hin ýmsu vandamál leyst svo sem fermingagjafir, hvað á að hafa í matinn, utanlandsferðir, gömul húsráð og það mætti lengi telja. Í dag ræddum við hinsvegar um það hvað það væri mikilvægt að lifa fyrir daginn í dag, þar sem lífið væri svo stutt. Eða eins og ein orðaði það "mánudagur, föstudagur, mánudagur, föstudagur og jól". Daganir þjóta framhjá og mitt mottó er því að gera alltaf eitthvað nýtt eða öðruvísi á hverjum degi og muna að njóta dagsins í dag. Ekki hugsa um hvað gerðist í gær eða hlakka til yfir því sem gerist á morgun. Hvað gerði ég svo örðuvísi í dag? Ég keyrði foreldra mína út á flugvöll, fór í rúmfatalagerinn og dreif mig í leikf...

Sund og grasekkja

Kíkti á nýju sundlaugina í Mosfellsbæ í dag með vinkonu minni og syni hennar og á örugglega eftir að fara þangað aftur. Fínasta aðstaða fyrir barnafólk og fullt af rennibrautum þó svo að einkasonurinn hafi aðeins þorað að fara í þá minnstu sem var í barnalauginn þá grunar mig að það sé ekki langt í það að hann prófi stærri rennibrautir. Annars er ég grasekkja þessa helgina þar sem eiginmaðurinn fór í golfferð sem er reyndar með styttra mót þetta árið. Frétti af honum þar sem hann var nýbúinn að spila 18 holur í grenjandi rigningu.

Klaustur

Gleymdi alveg að minnast á einn helsta viðburð síðustu vikna. Það var frábært á Kirkjubæjarklaustri. Nokkrar myndir hér að neðan og fleiri myndir hér .

Tíminn flýgur

Það hrjáir mig blöggleti en það er svo sem allt í lagi þar sem ég blögga nú bara þegar ég er í stuði til þess eins og síðustu ár sýna, hef verið langduglegust á þessu ári. Hinsvegar finnst mér ótrúlegt að það sé komið haust, er eiginlega ekki kominn í haustgírinn. Ætli ég sé ekki alltaf að bíða eftir sumarfríinu sem fór nú fyrir ofan garð og neðan þetta sumarið. Jæja, ég fæ smá sumaruppbót í nóvember. Það er þó nokkuð ljóst að það er komið haust, brjálað að gera í vinnunni, eins og líklega alltaf en einhvern veginn verður pressan meiri á haustin og ég er rétt að fatta það núna. Einkasonurinn er ekki orðinn þriggja ára en samt er prógrammið að fyllast hjá honum; íþróttaskóli á miðvikudögum og sundámskeið á fimmtudögum. Og svo er orðið dimmt klukkan níu, já það er komið haust og mér finnst það frekar notalegt.