Fyrsta hálkan á veturna kemur öllum alltaf jafn mikið á óvart. Hún kom mér líka á óvart í morgun þó svo að ég hafi verið á ferli í gærkvöldi þegar hálkan byrjaði að myndast. Ég hef yfirleitt verið komin með nagladekkin en vegna áróðurs um að þau eyðilöggðu göturnar og gerðu ekki mikið meira gagn en vetrardekk ákvað ég að bíða aðeins og sjá til.
Í morgun kl. 10.00 lagði ég svo af stað í Hafnarfjörðinn að hitta frænku mína. Við ætluðum að leyfa drengjunum okkar að leika sér saman og svo ætlaði hún að bjóða okkur uppá heimagert slátur í hádeginu. Heldur betur gott plan. Við komumst hinsvegar ekki langt. Við erum ennþá á sumardekkjunum og við búum í botnlaga. Til að komast í burtu þurfum við að keyra upp nokkuð langa og bratta brekku. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að komast upp brekkuna en allt kom fyrir ekki við spóluðum og spóluðum. Eftir að hafa séð þrjá aðra reyna að komast upp brekkuna og ekki takast það, þ.á.m. einn Volvo leigubíl á vetrardekkjum gáfumst við upp og hringdum í bæinn til að athuga hvort það ætti ekki að salta veginn, en við fengum bara talhólf. Bæjarstarfsmenn voru greinilega ennþá sofandi. Við fylgdumst svo með bílunum í einn og hálfan tíma á meðan sonur minn var að leika sér hérna fyrir utan. Niðurstaða þeirrar athugunar er að þeir sem komumst upp brekkuna voru þeir sem voru á nagladekkjum og þá helst jeppar.
Það var því lán í óláni að fyrsta hálkan var á sunnudegi, en við misstum samt af góðum félagsskap og slátri.
Á morgun læt ég setja nagladekkin undir bílinn.
Í morgun kl. 10.00 lagði ég svo af stað í Hafnarfjörðinn að hitta frænku mína. Við ætluðum að leyfa drengjunum okkar að leika sér saman og svo ætlaði hún að bjóða okkur uppá heimagert slátur í hádeginu. Heldur betur gott plan. Við komumst hinsvegar ekki langt. Við erum ennþá á sumardekkjunum og við búum í botnlaga. Til að komast í burtu þurfum við að keyra upp nokkuð langa og bratta brekku. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að komast upp brekkuna en allt kom fyrir ekki við spóluðum og spóluðum. Eftir að hafa séð þrjá aðra reyna að komast upp brekkuna og ekki takast það, þ.á.m. einn Volvo leigubíl á vetrardekkjum gáfumst við upp og hringdum í bæinn til að athuga hvort það ætti ekki að salta veginn, en við fengum bara talhólf. Bæjarstarfsmenn voru greinilega ennþá sofandi. Við fylgdumst svo með bílunum í einn og hálfan tíma á meðan sonur minn var að leika sér hérna fyrir utan. Niðurstaða þeirrar athugunar er að þeir sem komumst upp brekkuna voru þeir sem voru á nagladekkjum og þá helst jeppar.
Það var því lán í óláni að fyrsta hálkan var á sunnudegi, en við misstum samt af góðum félagsskap og slátri.
Á morgun læt ég setja nagladekkin undir bílinn.
Ummæli