Húsmóðirin á heimilinu (s.s. ég) fór á djammið í gærkvöldi og var komin heim rétt fyrir kl. 22.00. Greinilegt er að þetta er ekki gert oft því ég var bara okkuð ánægð með djammferðina. Reyndar hefði ég verið til í að fara niður í bæ en djammfélagar mínir voru búnir að fá nóg og ég var líka alveg sátt við að fara heim. Ég fór sem sagt í fimmtugsafmæli hjá samstarfskonu minni í gær sem byrjaði kl. 17.00 þannig að það er nú hægt að segja að ég hafi verið að djamma í fimm tíma.
Heilsan er alveg sæmileg núna en mér leið ekki eins vel í nótt. Best að skrifa það niður svo ég muni það næst þegar farið verður á djammið, tja eftir einhverja mánuði.
Heilsan er alveg sæmileg núna en mér leið ekki eins vel í nótt. Best að skrifa það niður svo ég muni það næst þegar farið verður á djammið, tja eftir einhverja mánuði.
Ummæli