Rætt var um sjónvarpstæki á kaffistofunni í dag. Meirihluti samstarfsfélaga minna eru kvennmenn og voru umræðurnar eftir því. Margar okkar áttu ennþá gömul sjónvarpstæki, það sem er á mínu heimili er svart en ekki silfurgrátt og við erum þriðju eigendur að því. Ein sagðist hafa átt 20 ára gamal sjónvarp með viðarkassa og fjarstýringu þangað til í fyrra. Þá minntist ég fyrstu fjarstýringarinnar á mínu heimili. Við áttum nefnilega lengi vel sjónvarp án fjarstýringar en bróðir minn hafði það fyrir sið að liggja á gólfinu fyrir framan sjónvarpið og var auðveldast að biðja hann um að skipta um stöð. Því má segja að hann hafi verið fyrsta fjarstýringin á sjónvarpi heima hjá mér, þá voru bara tvær sjónvarpsstöðvar.
Þess má þó geta að hann lét ekki fjarstýra sér með mikið annað.
Þess má þó geta að hann lét ekki fjarstýra sér með mikið annað.
Ummæli