
Jeppaferðin var hreint út sagt frábær í alla staði. Við fórum upp hjá Keldum og komum niður hjá Fljótshlíð. Stoppuðum m.a. við Hungurfit, Álftavatn og Markarfljótsgil. Svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum borðuðum við kvöldmat á Hótel Rangá. Frábær dagur og það voru frekar þreyttir ferðalangar sem komu til Reykjavíkur kl. 23 á laugardagskvöldið.
Ummæli