Sonurinn var veikur alla síðustu viku og foreldrarnir eru núna veikir. Við mættum þó í vinnuna en vorum hálf tuskuleg. Ég ákvað að bíða aðeins með flensusprautuna sem var í vinnunni í gær og í dag þar sem það er víst ekki ráðlegt að fá flensusprautu þegar maður er veikur (eða slappur). Ég er heppinn að vinnustaður minn er með sérfræðinga sem sem sjálfir sprauta starfsmennina þannig að það verður líklega ekki þörf hjá mér að leita til heilsugæslunnar vegna flensusprautunnar. Bíð bara í nokkra daga þangað til ég hressist og tala þá við viðkomandi hjúkrunarfræðing.
Sögur úr úthverfinu