Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2006

Kvebbi lebbi

Sonurinn var veikur alla síðustu viku og foreldrarnir eru núna veikir. Við mættum þó í vinnuna en vorum hálf tuskuleg. Ég ákvað að bíða aðeins með flensusprautuna sem var í vinnunni í gær og í dag þar sem það er víst ekki ráðlegt að fá flensusprautu þegar maður er veikur (eða slappur). Ég er heppinn að vinnustaður minn er með sérfræðinga sem sem sjálfir sprauta starfsmennina þannig að það verður líklega ekki þörf hjá mér að leita til heilsugæslunnar vegna flensusprautunnar. Bíð bara í nokkra daga þangað til ég hressist og tala þá við viðkomandi hjúkrunarfræðing.

Fyrsta hálkan

Fyrsta hálkan á veturna kemur öllum alltaf jafn mikið á óvart. Hún kom mér líka á óvart í morgun þó svo að ég hafi verið á ferli í gærkvöldi þegar hálkan byrjaði að myndast. Ég hef yfirleitt verið komin með nagladekkin en vegna áróðurs um að þau eyðilöggðu göturnar og gerðu ekki mikið meira gagn en vetrardekk ákvað ég að bíða aðeins og sjá til. Í morgun kl. 10.00 lagði ég svo af stað í Hafnarfjörðinn að hitta frænku mína. Við ætluðum að leyfa drengjunum okkar að leika sér saman og svo ætlaði hún að bjóða okkur uppá heimagert slátur í hádeginu. Heldur betur gott plan. Við komumst hinsvegar ekki langt. Við erum ennþá á sumardekkjunum og við búum í botnlaga. Til að komast í burtu þurfum við að keyra upp nokkuð langa og bratta brekku. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að komast upp brekkuna en allt kom fyrir ekki við spóluðum og spóluðum. Eftir að hafa séð þrjá aðra reyna að komast upp brekkuna og ekki takast það, þ.á.m. einn Volvo leigubíl á vetrardekkjum gáfumst við upp og hringdum í bæ...

Loforð falla

Fór í Ikea í dag ásamt öllum hinum. Greinilegt er að þetta er laugardagsrúnturinn og maður er ekkert betri sjálfur. Skildi reyndar karl og barn eftir heima og dreif mig af stað með vinkonu minni. Ætlaði reyndar ekki að fara í Ikea fyrr en eftir a.m.k. einn eða tvo mánuði eftir að nýja Ikeabúin opnaði. Til að gera langa sögu stutta þá er ég búinn að vara tvisvar sinnum í Ikea á fyrsta mánuðinum og kaupa fyrir ágætis pening í bæði skiptin.

Ráðstefna

Fór á ráðstefnu í gær í vinnunni um GIS sem var mjög áhugaverð og skemmtileg. Var reyndar bara fram að hádegi, seinni part dagsins var varið í að hugsa um veikan strák. Skrítið en skemmtilegt þegar maður hittir einhvern sem maður hefur ekki hitt lengi. Hitti eina sem var með mér í landafræði og hef eiginlega ekki hitt síðan. Það var gaman að spjalla við hana en maður hefur takmarkað að tala um þegar maður hittist á nærri tíu ára fresti. Eina ráðið er kannski að hitta þetta fólk oftar.

Alltaf veikur

Einkasonurinn er alltaf veikur, mér er sagt að það fylgi fyrsta árinu hjá dagmömmu og svo fyrsta árinu á leikskólanum en var einhvern veginn ekki alveg viðbúinn þessu. Í gær vorum við kölluð úr vinnunni kl. 9.30 þar sem hann var með 38°C hita í leikskólanum. Veit ekki hvaða einkunn við fáum fyrir foreldrahlutverkið þann daginn að senda veikt barnið í leikskólann. Kristófer Óli er ennþá heima veikur, ekki mikið veikur en drulluslappur eins og ég myndi segja um mig. Að taka tennur (hiti og tannpína), með í maganum (niður), kvef og hálsbólgu (hósti og hor). Hann fer ekki í leikskólann á morgun.

Fyrsta fjarstýringin

Rætt var um sjónvarpstæki á kaffistofunni í dag. Meirihluti samstarfsfélaga minna eru kvennmenn og voru umræðurnar eftir því. Margar okkar áttu ennþá gömul sjónvarpstæki, það sem er á mínu heimili er svart en ekki silfurgrátt og við erum þriðju eigendur að því. Ein sagðist hafa átt 20 ára gamal sjónvarp með viðarkassa og fjarstýringu þangað til í fyrra. Þá minntist ég fyrstu fjarstýringarinnar á mínu heimili. Við áttum nefnilega lengi vel sjónvarp án fjarstýringar en bróðir minn hafði það fyrir sið að liggja á gólfinu fyrir framan sjónvarpið og var auðveldast að biðja hann um að skipta um stöð. Því má segja að hann hafi verið fyrsta fjarstýringin á sjónvarpi heima hjá mér, þá voru bara tvær sjónvarpsstöðvar. Þess má þó geta að hann lét ekki fjarstýra sér með mikið annað.

Búðarráp

Við hjónakornin fórum í smá búðarráp í dag þegar Kristófer Óli fékk að vera hjá ömmu sinn og afa í Grænahjalla. Fórum m.a. í Bónus, Apple búðina, Elko, Rúmfatalagerinn og Egg. Ég komst að því að mig vantar ekki neitt enda keypti ég ekki neitt. Það er aldeilis gott þegar maður "þarf" ekki að eyða peningum. Verst að það getur bara verið svo gaman.

Magapest

Fékk einhverja magapest í nótt sem endaði með því að ég fór ekki í vinnuna í dag. Hef komist að því að það er ekki gaman að vera með magapest. Er að mestu búinn að jafna mig núna en Kristófer Óli virðist vera með snert af þessu líka, auk þess sem hann er að fá jaxla. Ekki auðvelt líf hjá honum þessa dagana en hann er samt oftast í góðu skapi þessi elska.

Einn, tveir, þrír...

Það er alveg frábært að vera mamma nærri tveggja ára stráks. Hann er að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og nú eftir að hann byrjaði í leikskólanum þá sér maður ennþá meiri þroska. Hann segir fullt af orðum og um daginn þá hjálpuðumst við að telja uppá tíu. Hann var kannski ekki með allar tölurnar á hreinu en greinilega nokkrar, átta er uppáhaldið og kemur víst fyrir oftar en einu sinni en við komumst þokkalega frá talningunni.

Tryggingar

Við fengum okkur átta milljón króna líftryggingu og sex milljón króna sjúkdómatryggingu í gær sem kostar okkur um 55 þúsund krónur á ári. Finnst alltaf jafn sorglegt að borga tryggingar, sérstaklega þegar maður getur eiginlega aldrei notað þær þegar á reynir, alltaf eitthvað smáaletur sem allt í einu kemur í ljós þegar maður þarf að nota tryggingarnar. Reyndar eru þetta tryggingar sem mig langar ekkert að láta reyna á og er mjög sátt ef ég þarf ekki að nota hana. Við fengum heimsókn frá tryggingarmanni sem tókst að selja okkur þessa tryggingar. Reyndar búið að vera á dagskrá frá því Kristófer fæddist og byrjuðum að skoða okkur um í sumar en einhvern veginn gáfum við okkur aldrei tíma til að klára málið, en það er sem sagt í höfn núna. Kristófer Óli var alls ekki sáttur við að fá ókunnan tryggingamann inn á heimili sitt og vildi ekki vera í sama herbergi og hann, rak bara upp öskur um leið og hann sá manninn. Við þurftum því að skipta okkur að hugsa um Kristófer Óla og tala við tryggin...

Djamm

Húsmóðirin á heimilinu (s.s. ég) fór á djammið í gærkvöldi og var komin heim rétt fyrir kl. 22.00. Greinilegt er að þetta er ekki gert oft því ég var bara okkuð ánægð með djammferðina. Reyndar hefði ég verið til í að fara niður í bæ en djammfélagar mínir voru búnir að fá nóg og ég var líka alveg sátt við að fara heim. Ég fór sem sagt í fimmtugsafmæli hjá samstarfskonu minni í gær sem byrjaði kl. 17.00 þannig að það er nú hægt að segja að ég hafi verið að djamma í fimm tíma. Heilsan er alveg sæmileg núna en mér leið ekki eins vel í nótt. Best að skrifa það niður svo ég muni það næst þegar farið verður á djammið, tja eftir einhverja mánuði.

Ferðalög

Betri helmingurinn og ég lögðum heldur betur land undir fót um helgina. Á laugardaginn fórum við í 15 tíma jeppaferð með vinnufélögum mínum og á sunnudaginn fórum við með tengdaforeldrunum að hitta fjölskyldu tengdamömmu í sumarbústað við Laugavatn. Jeppaferðin var hreint út sagt frábær í alla staði. Við fórum upp hjá Keldum og komum niður hjá Fljótshlíð. Stoppuðum m.a. við Hungurfit, Álftavatn og Markarfljótsgil. Svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum borðuðum við kvöldmat á Hótel Rangá. Frábær dagur og það voru frekar þreyttir ferðalangar sem komu til Reykjavíkur kl. 23 á laugardagskvöldið.

Hjólatúr

Veðrið var yndislegt um helgina eins og það hefur verið nánast allan september. Fjölskyldudagur var á sunnudaginn og við skelltum okkur m.a. í hjólatúr um Fossvoginn. Kristófer Óli fékk nýjan hjálm í Byko, eins gott að hann dugi líka næsta sumar. Því hann var rándýr en samt á 25% afslætti. Við vorum ekki alveg að átta okkur á verðinu. Ég mæli hinsvegar eindregið með hjólatúr í haustveðrinu.