Fórum í sumarbústað um helgina. Stefnan var tekin á Flúðir og vorum við þar í góðu yfirlæti í kennarabústað ásamt tengdó og systkynum eiginmannsins. Kristófer Óla fannst þetta hin besta skemmtun og skemmtilegast var að fara í pottin, það er óhætt að segja að hann hafi líklega farið oftast í pottinn, kannski ásamt föður sínum.
Mér finnst alltaf gaman að komast aðeins út úr bænum og ekki er verra þegar maður getur eytt heilli helgi utan bæjarmarkanna. Þetta var skemmtileg ferð í rólegheitum, borðuðum fullt, lásum, gerðum Sudoku, kíktum í smá gönguferð, fórum í pottinn og spiluðum Sequence. Ekki skemmdi veðrið en það var eins og það gerist best á Íslandi, sól og stilla og bara nokkuð hlýtt miðað við það að það september sé að verða búinn.
Mér finnst alltaf gaman að komast aðeins út úr bænum og ekki er verra þegar maður getur eytt heilli helgi utan bæjarmarkanna. Þetta var skemmtileg ferð í rólegheitum, borðuðum fullt, lásum, gerðum Sudoku, kíktum í smá gönguferð, fórum í pottinn og spiluðum Sequence. Ekki skemmdi veðrið en það var eins og það gerist best á Íslandi, sól og stilla og bara nokkuð hlýtt miðað við það að það september sé að verða búinn.
Ummæli