Orðaforði einkasonarins eykst dag frá degi og ótrúlega mörg fyndin skot koma frá honum á hverjum degi enda drengurinn sítalandi með algjöra munnræpu. Öll orðin eru nú ekki ennþá skiljanleg fyrir alla en það lagast dag frá degi. Með þessu áframhaldi verður drengurinn orðinn nánast altalandi tveggja ára. Maður fattar það ekki alltaf að hann skilur nánast allt sem sagt er við hann og verða foreldrarnir að passa sig að segja ekki einhver óæskileg orð þar sem hann hermir eftir öllu sem sagt er núna.
Í dag vorum við að fara í Garðabæinn til ömmu og afa að fá okkur Dominos pizzu með þeim. Kristófer situr í aftursætinu og segir, koma ömmu. Heim ömmu. Ég segi já við erum að fara heim til ömmu. Drengurinn svarar í aftursætinu, okey!!! Kristófer smakkaði í fyrsta skipti Dominos pizzu og borðaði næstum því tvær sneiðar.
Bílar eru ennþá eitt aðaláhugamálið og á leiðinni heim sáum við steypubíl og Kristófer Óli sagði deypubrri. Foreldarnir minntust ekki þess að hafa kennt honum þetta orð en hann var greinilega búinn að læra þetta enda er hann sérstaklega fljótur að læra orð sem tengjast bílum.
Í dag vorum við að fara í Garðabæinn til ömmu og afa að fá okkur Dominos pizzu með þeim. Kristófer situr í aftursætinu og segir, koma ömmu. Heim ömmu. Ég segi já við erum að fara heim til ömmu. Drengurinn svarar í aftursætinu, okey!!! Kristófer smakkaði í fyrsta skipti Dominos pizzu og borðaði næstum því tvær sneiðar.
Bílar eru ennþá eitt aðaláhugamálið og á leiðinni heim sáum við steypubíl og Kristófer Óli sagði deypubrri. Foreldarnir minntust ekki þess að hafa kennt honum þetta orð en hann var greinilega búinn að læra þetta enda er hann sérstaklega fljótur að læra orð sem tengjast bílum.
Ummæli