Fara í aðalinnihald

Hælspori

Er búinn að vera að drepast í löppinni í örugglega tvo mánuði. Dreif mig loksins til doksa og hann sagði bara að ég væri með hælspora. Þetta væri algengt og lítið við því að gera. Jafnaði sig vonandi. Ekki var ég ánægð með að heyra það enda á ég erfitt með að stíga í fæturna á kvöldin. Ég ætla þó að reyna að þjálfa þetta eitthvað upp með kannski sundæfingum og fara út að hljóla. Finnst því miður vont að labba þannig að ég get ekki gert það sem mér finnst skemmtilegast. En það er nú eiginlega jafn skemmtilegt að synda og fara í góðan göngutúr

Fór í Bláa Lónið síðasta föstudag með Nínu Brá og Gunnhildi. Það var virkilega gaman að drífa sig aðeins út úr bænum og gera eitthvað öðruvísi. Við fengum okkur meira að segja bjór í lónið sem var bara nokkuð gaman. Mörg ár síðan ég smakkaði bjór síðast. Síðan drifum við okkur í bæinn og keyptum okkur mat á Mekong, varð nú frekar fyrir vonbrigðum en samt gaman að prófa eitthvað nýtt. Best að líta á björtu hliðarnar. Fórum svo heim til Gunnhildar og borðuðum matinn ásamt Kötu og kíktum á Tarrot spil.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
We're a group of volunteers and starting a new scheme in our community. Your website offered us with valuable info to work on. You have done a formidable job and our whole community will be thankful to you.

Also visit my web blog; drupal development greece

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.