Byrjuð í vinnunni og það var nú bara fínt. Það sem merkilegar er að Kristófer Óli er byrjaður á leikskóla, Grænatún og hann getur meira að segja sagt nafnið sjálfur. Ótrúlegt hvað strákurinn minn er orðinn stór. Gengur bara vel og segir bara bless við okkur og fer að leika sér. En honum tókst að vera fjóra daga á leikskólanum þegar hann varð veikur og ég er núna heima með drenginn sem er með kvef, hósta og hita.
Síðan er september byrjaður, ætli það sé ekki bara komið haust. Mér finnst það reyndar alveg ágætt er fyrir löngu búin að sættast við haustið og er bara ekki frá því að það sé uppáhalds árstíðin mín. Þá fer að styttast í jólin og ég er svo mikið jólabarn að ég er strax byrjuð að hugsa um þau.
Síðan er september byrjaður, ætli það sé ekki bara komið haust. Mér finnst það reyndar alveg ágætt er fyrir löngu búin að sættast við haustið og er bara ekki frá því að það sé uppáhalds árstíðin mín. Þá fer að styttast í jólin og ég er svo mikið jólabarn að ég er strax byrjuð að hugsa um þau.
Ummæli